Aðstaða

Aðgangur er að tölvu með nettengingu, spilum, saumavél og öðrum hannyrðum, dagblöðum, bókum og tímaritum. Einnig geta félagar spilað pool og spil svo fátt eitt sé nefnt.

Þvottaaðstaða er á staðnum, sem virkir félagar í Björginni hafa aðgang að og geta nýtt sér eftir þörfum.

Iðjan
Í Björginni má finna allra handa iðju og er kappkostað við það að finna öllum iðju við hæfi. Iðjan er hluti af endurhæfingu Bjargarinnar. Með iðju má samhæfa hug og hönd, þjálfa einbeitningu, fínhreyfingar og koma hugmyndum í framkvæmd. Dæmi um þá iðju sem Björgin býður upp á er myndlist, mósaík, skartgripagerð, gips, tréverk, kortagerð, skrapp, saumur, önnur handavinna, ýmis hönnun og fleira.
Einnig geta félagar Bjargarinnar tekið með sér verkefni að heiman til þess að vinna inn í iðju.