Sálfræði – og geðþjónusta

Pétur Hauksson geðlæknir

Pétur Hauksson geðlæknir kemur flesta fimmtudaga til Reykjanesbæjar og er með aðstöðu í húsnæði Bjargarinnar, fyrst og fremst fyrir skjólstæðinga Bjargarinnar.

Geðteymi HSS

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) eru starfandi tvö teymi sérfræðinga, sem sinna geð- og sálfélagslegri aðstoð. Hlutverk heilsugæslunnar í geðheilbrigðismálum er að vera almennt fyrsti viðkomustaður vegna geðraskana og sinna meðferð og eftirfylgni.
Geðteymið býður upp á göngudeildarþjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegar geðraskanir. Tilvísun frá lækni með nauðsynlegum heilsufarsupplýsingum þarf, áður en teymið getur lagt mat á, hvort tiltekið mál heyri undir þjónustu þess. Teymið sinnir frekari greiningu, gagnreyndri meðferð og eftirfylgni.

Þjónustan er bæði í formi einstaklingsviðtala og hópnámskeiða. Samvinna er við aðra fagaðila innan og utan þjónustusvæðis t.d. lækna og hjúkrunarfræðinga HSS, Björgina – geðræktarmiðstöð Suðurnesja, félagsþjónustuna og Landspítalann.

Ef þú átt við sálræna vanlíðan að etja, er fyrsta skrefið að hafa samband við heilsugæsluna s. 422 0500 og panta viðtal hjá heilsugæslulækni eða símatíma í hjúkrunarmóttöku

Sálfræðistofa Suðurnesja

Hafnargötu 51-55.

Sálfræðistofa Suðurnesja býður upp á meðferð og greiningu barna og fullorðinna. Hægt er að senda tölvupóst á eftirfarandi aðila:
Hulda Sævarsdóttir, sálfræðingur, hulda@salsud.is.
Sigurður Þ. Þorsteinsson, sálfræðingur, sigurdur@salsud.is.
Guðrún Dúfa Smáradóttir, sálfræðingur, gudrun@salsud.is.
Elsa Inga Konráðsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur, elsa@salsud.is.

Michalina Skiba, pólskur sálfræðingur.

Michalina er pólskur sálfræðingur starfandi á Íslandi. Hún bíður upp á sálfræðitíma í gegnum tölvu.
Hún er með facebook síðu:
https://www.facebook.com/MichalinaSkiba/

Sálfræðiþjónusta hjá FSS

Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa aðgang að sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Til að panta viðtalstíma hjá þeim senda nemendur, forráðamenn eða starfsmenn tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer nemandans.