Úrræði vegna geðheilsuvanda

Hjálparsími Rauða Krossins 1717

Ókeypis ráðgjöf allan sólahringinn fyrir fólk sem þarf á stuðningi að halda vegna andlegra örðugleika eða er í sjálfsvígshugleiðingum.

Landspítali – geðsvið

Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Á geðsviðinu eru margar ólíkar deildir svo sem bráðaþjónusta, endurhæfingardeildir, göngu- og dageildir, samfélagsgeðteymi og meðferðardeild v/vímuefna. Smellið hér til þess að sjá frekari útlistun á þjónustu geðsviðs LSH.

Bráðamóttaka geðsviðs Landspítalans

Síminn er 543-4050 á þeim tíma sem opið er.
Bráðamótttakan er opin kl. 12.00 til 19.00 alla virka daga og kl. 13.00 til 17.00 um helgar og alla helgidaga.

Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.ráðamóttaka geðsviðs Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingu Landspítalans við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Sjá nánar hér.

Píeta samtökin

Sími: 552-2218 (Frá kl. 9.00-16.00). Netfang: pieta@pieta.is

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi. Samtökin eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi fyrir skjólstæðinga.

Meðferð Píeta er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til þeirra leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu. Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa. Kennd eru ýmis bjargráð til að fást við erfiðar tilfinningar ásamt streitu- og tilfinningastjórnun og samskiptafærni.

Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur.
Meðferðin er skjólstæðingum að öllu gjaldfrjáls.

Fulltrúi notenda – geðsvið Landspítalans

Sími: 543-4081/824-5351. Netfang: bergbo@landspitali.is. Sjá nánar hér.

Á geðsviði LSH starfar maður að nafni Bergþór Grétar Böðvarsson. Hann hefur reynslu af því að vera í hlutverki sjúklings inni á geðdeild. Sjúklingar eða notendur innan sem utan deilda og þeir sem þurfa geta leitað til fulltrúa notenda. Skrifstofa Bergþórs er á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hlutverk hans er:

  • að veita upplýsingar um réttindi og aðstoða notendur geðsviðs hvað þau varðar.
  • að taka við kvörtunum og ábendingum er varða þjónustu geðsviðs LSH og kemur þeim til réttra aðila.
  • að veita upplýsingar um og tengir innskráða sjúklinga eða aðra við félagasamtök og/eða athvörf ef þess þarf.
  • að gefa notendum upplýsingar um hvernig nálgast megi upplýsingar um starfsemi geðsviðs og LSH á vefsíðu sjúkrahússins.

Heilsugæslustöðvar

Heilsugæslustöðin getur verið fyrsti viðkomustaður fólks með geðröskun. Fólki er bent á að leita þangað eftir þörfum. Á vef Landlæknisembættisins er vísað í allar heilsugæslustöðvar á landinu. Sjá hér.  Einnig eru þær í símaskránni.

Fagfólk á einkastofum

Hægt er að leita að sálfræðingum, félagsráðgjöfum og geðlæknum á www.ja.is og www.google.is

Kvíðameðferðarstöðin

Suðurlandsbraut 4, 5.hæð, 108 Reykjavík. Sími: 534-0110. Netfangkms@kms.is. Veffangwww.kms.is og á Facebook hér.

Markmið okkar er að veita eins árangursríka meðferð við kvíða fyrir fullorðna og völ er á, efla aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og stuðla að framþróun rannsókna á sviði kvíðaraskana. Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl, hópmeðferð, fræðsluerindi og þjónustu við fyrirtæki. Við erum í nánu samstarfi við Litlu Kvíðameðferðarstöðinasem sinnir meðferð barna og ungmenna. Einnig eru tveir sjálfstætt starfandi geðlæknar með aðsetur á Kvíðameðferðarstöðinni, þau Dagur Bjarnason og Birna Þórðardóttirsem sálfræðingar okkar starfa náið með.

Geðheilsustöð Breiðholts

Álfabakki 16, 109 Reykjavík. Sími: 411 9680. Faxnúmer: 411 9699. Netfangheima@reykjavik.is.
Þjónustan er veitt frá kl. 8.00 til 20.00, alla virka daga.. 

Þjónusta Geðheilsustöðvar Breiðholts er samstarfsverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Henni er ætlað að þjónusta einstaklinga og aðstandendur þeirra í Breiðholti sem þurfa aðstoð geðheilsunnar vegna. Lögð er áhersla á samvinnu við aðrar stofnanir og samtök í samfélaginu sem koma að þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Með samstarfi fyrrnefndra stofnana er höfuðáhersla þjónustunnar í Breiðholti. Geðteymið þjónustar eigi að síður allri austur Reykjavík.

Geðteymið er þverfaglegt teymi sem veitir þjónustu til einstaklinga sem eru greindir með geðsjúkdóm 18 ára og eldri og fjölskyldna þeirra. Gengið er út frá að þjónustuþegi þurfi þverfaglega þjónustu og þétta eftirfylgni vegna geðsjúkdóms. Þjónustan er veitt með heimavitjunum eða viðtölum í húsnæði Geðheilsustöðvar Breiðholts. Í teyminu starfa hjúkrunarfræðingur, geðhjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingur og iðjuþjálfi.

Unnið er út frá forsendum skjólstæðingsins og byggt er á hugmyndafræði „recovery model“ eða batahugmyndafræði.

Sjá nánar hér.

Geðhjálp

Borgartún 3, 105 Reykjavík. Sími: 570-1700. Netfang: gedhjalp@gedhjalp.is. Veffang: www.gedhjalp.is og á Facebook hér.
Opnunartími:  Mánudaga til fimmtudaga 9.00 til 15.00 og  föstudaga 9.00 til 12.00.

Geðhjálp eru samtök hátt í 1.700 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga og þekkingarmiðlun.  Gildi Geðhjálpar eru hugrekki, mannvirðing og samhygð.

Geðhjálp leggur áherslu á ráðgjöf, hagsmunagæslu, stuðning við starf sjálfshjálparhópa, upplýsingamiðlun og sterk tengsl við félagsmenn sína. Starfsmenn Geðhjálpar veita fólki með geðrænan vanda og aðstandendum þeirra ráðgjöf þeim að kostnaðarlausu ásamt því að fylgja eftir ábendingum fólks varðandi réttindi, þjónustu og aðbúnar.

Hægt er að fá beint samband við rágjafa í síma 570-1702.

Einnig starfa sjálfstæðir sjálfshjálparhópar í húsakynnum Geðhjálpar, svo sem Aðstandendahópur, Kvíðahópur og Geðhvarfahópur.

Hægt er að gerast félagi í Geðhjálp á heimasíðu félagsins.

Klúbburinn Geysir

Skipholti 29, 105 Reykjavík. Sími: 551-5166. Netfang: kgeysir@kgeysir.is. Veffang: www.kgeysir.is og á Facebook hér.

Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga 08.30 til 16.00, föstudaga 8.30 til 15.00 og opið er einn laugardag í mánuði frá 11.00 til 15.00.

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræðinni Fountain House sem byggir á því að efla hæfileika og styrk einstaklingsins. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu.

Gildi klúbbsins eru virðing – víðsýni – vinátta – samvinna – samræður – samhljómur.

Klúbburinn býður velkomna alla þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði, með því að vera öruggur samastaður, bjóða upp á fjölbreytt verkefni, efla sjálfstraust, veita stuðning í námi og atvinnuleit ásamt því að bjóða tímabundin atvinnutækifæri. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu fyrir félögum. Engar kvaðir eru lagðar á félaga umfram það sem hver og einn er tilbúinn til að gangast undir. Lögð er áhersla á jákvæða athygli og horft til styrkleika hvers og eins.

Félagar vinna samkvæmt vinnumiðuðum degi í tveimur deildum: Skrifstofu-, atvinnu- og menntadeild og Eldhús- og viðhaldsdeild. Félagar og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á rekstrinum og ákveða í sameinginu hvaða verk þarf að inna af hendi. Félagar ákveða í hvaða deildum þeir vinna og á hvaða tímum. Öll vinna félaga í klúbbnum er sjálfboðin.

Hugarafl

Borgartún 22, 105 Reykjavík. Sími: 414-1550. Netfang: hugarafl@hugarafl.is. Veffang: www.hugarafl.is og á Facebook hér.
Opnunartími: Alla virka daga frá 8.30-16.00.

Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa upplifað geðræna erfiðleika og aðstandendur þeirra. Þar er einstaklingnum veittur stuðningur við að ná bata og stjórn á eigin lífi með einstaklingsmiðaðri nálgun. Sérstaða Hugarafls er persónuleg nálgun, samstarf fagfólks og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar á jafningjagrunni. Samhliða Hugarafli er starfrækt Geðheilsa/eftirfylgd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Geðheilsa-Eftirfylgd er samfélagsleg geðþjónusta þar sem teymi fagfólks og notenda tekur að sér batahvetjandi stuðning við einstaklinga og fjölskyldur. Notendur í Hugarafli móta eigin endurhæfingu og veita öðrum stuðning sem eru í svipuðu ferli. Kjarni starfs Hugarafls er þekking og reynsla notenda og fagfólks, verkefni og hugsjónabarátta.

Valdefling og batamódelið er markvisst notuð sem hugmyndafræði og aðferðir til að efla starfið og einstaklinginn. Hópurinn virkar sem forvörn, uppbygging í bataferli og notendastýrð starfsendurhæfing. Fagfólk og notendur starfa saman á jafningjagrunni og taka sameiginlegar ákvarðanir. Nýliðar taka þátt í nýliðaviku og hefja svo þátttöku eftir það ef vill.

Hlutverkasetur – Leiktu aðalhlutverkið í þínu lífi

Borgartún 1, 105 Reykjavík (gengið inn sjávarmegin). Sími 517-3471/695-9285. Netfang: hlutverkasetur@hlutverkasetur.is. Veffang: www.hlutverkasetur.is og á Facebook hér.
Opnunartími: 8.30-16.00 alla virka daga.

Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð þar sem starfsfólkið eru einstaklingar með notendaþekkingu, iðjuþjálfar og kennarar sem veita hvatningu og stuðning í gegnum samveru, samskipti, ýmis námskeið og sameiginleg verkefni. Þeir sem taka þátt í starfseminni hafa löngun og vilja til virkni, vinnu og að láta gott af sér leiða. Á föstudögum er opið hús á milli 13.00 og 14.00 fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemi Hlutverkaseturs.

Markmið Hlutverkaseturs eru að auka lífsgæði, nýta þekkingu og reynslu fólks, veita stuðning, finna og rækta hæfileika fólks, veita undirbúning fyrir skóla og/eða vinnumarkað, viðhalda voninni og láta gott af sér leiða.

Hlutverkasetur býður upp á ókeypis námskeið og hvetur alla sem vilja halda sér virkum að nýta sér það sem í boði er. Flestir tímarnir eru opnir og velkomið að bætast í hópinn hvenær sem er. Dæmi um námskeið á stundarskrá er tölvukennsla, söngstund, slökun, skartgripagerð, fótbolti, skák, jóga, heilsuhópur og spilafjör.
Unglingahópurinn er svo námskeið fyrir unglinga  12 – 18 ára sem búa við erfiðar aðstæður s.s. vegna veikinda á heimilinu, fjárhagsvandkvæða, eru kvíðin eða félagsfælin, eða annað sem gerir það að verkum að þau nýta sér ekki almennar félagsmiðstöðvar. Markmiðið er geðrækt í gegnum samveru og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum að eigin vali. Iðjuþjálfar, myndlistakennarar og einstaklingar með reynslu af mikilvægi geðræktar halda utan um námskeiðin.

Höndin

Vesturberg 114, 111 Reykjavík. Sími: 695-9104/567-6034. Netfang: hondin@hondin.is. Veffang: www.hondin.is og á Facebook hér.
Opnunartími: Allar virka daga frá 9.00 til 18.00.

 Höndin er alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök.

“Við leitumst við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar.
Við aðstoðum og liðsinnum, styðjum þá sem til okkar leita.
Við hjálpum fólki sem er að feta sín fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll og erum farvegur fólks í átt til þátttöku í samfélaginu, bæði hvað varðar félagslega færni og atvinnuþátttöku.

 Kjörorð okkar er: Hver og einn skiptir máli – allir með.”

Starf Handarinnar

Heimsóknir: Höndin býður upp á heimsóknir til eldra fólks og þeirra sem eru einmana.
Sjálfstyrking: Sjálfstyrkingarfundir Handarinnar eru á miðvikudögum kl.17:45, í neðri sal Áskirkju, en liggur niðri yfir hásumarið.
Gönguhópur: Höndin heldur úti gönguhópi sem mætir á mánudögum kl. 12.30. Hópurinn hittist hjá Grillhúsinu við Bústaðaveg. Gengið er í 45 mínútur.
Fundir: Almennir fundir um hin ýmsu málefni. Stjórnarfundir, starfsmannafundir.
Ráðgjafaviðtöl: Fara fram að Vesturbergi 114, Rvk, Áskirkju í Rvk og á heimilum skjólstæðinga er eigi treysta sér til að fara að heiman.
Skjólstæðingar er Höndin sendir til annarra sérfræðinga til frekari hjálpar, td: lækna, lögfræðinga, presta og fleiri fagaðila.
Viðurkenningar – Höndin veitir viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga á jólafundi félagsins er teljast hafa skarað fram úr á sviði mannúðar og mannræktar.
Hjálparstarfsemi vegna skjólstæðinga okkar varðandi: Húsnæði, lögréttindi, atvinnumál, mannréttindi – með þeirri vissu að lifa í fullri reisn.

Af ýmsum ástæðum geta eða vilja einstaklingar ekki koma á fundi. Höndin hefur komið til móts við þarfir þeirra með einkaheimsóknum, símaþjónustu og tölvupósti, en þessi einstaklingsráðgjöf getur verið margvísleg: fjárhagsráðgjöf, atvinnustuðningur og félagslegur stuðningur.

 Þjónustan er ókeypis fyrir skjólstæðinga Handarinnar.

Dvöl

Reynihvammur 43, 200 Kópavogur. Sími: 554-1260/554-7274. Netfang: dvol@kopavogur.is. Veffang hér.
Opnunartími: 9.30 til 15.30 alla virka daga. Lokað í júlí.

Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðrænan vanda en ekki meðferðarstofnun. Ekki þarf tilvísun læknis eða annarra meðferðaraðila til að koma í Dvöl. Þangað koma gestir á eigin forsendum eða með stuðningi annarra til að njóta samveru við gesti og starfsmenn. Gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gesta.

Í Dvöl er boðið upp á fjölbreytta dagskrá og heitur matur er í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Meginmarkmið starfsins í Dvöl

  • Að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.
  • Að draga úr fordómum og auka lífsgæði fólks með geðsjúkdóma.
  • Að koma í veg fyrir endurinnlagnir á geðdeildir.
  • Að skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og hver einstaklingur fær að njóta sín.

Vin – Athvarf

Hverfisgata 47, 101 Reykjavík. Sími 561-2612/561-2721. Netfang: vin@redcross.is.
Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 9.00 – 16.00 og á föstudögum 10.00 til 16.00. Á veturna er einnig opið á sunnudögum frá 14.00 til 17.00.

Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga.

Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.

Þeir sem sækja Vin koma á eigin forsendum og eru kallaðir gestir. Þeir taka virkan þátt í starfseminni sem er margvísleg.

Unnið er samkvæmt grundvallarmarkmiðum Rauða krossins/Rauða hálfmánans með áherslu á mannúð og virðingu. Horft er á einstaklinginn og getu hans til sjálfshjálpar og sjálfsvirðingar. Veittur er stuðningur og ráðgjöf með áherslu á tengsl og samspil.

Lækur – Athvarf

Hörðuvellir 1, 220 Hafnarfjörður. Sími: 566-8600. Netfang: laekur@redcross.is.
Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá 9.00 til 16.00 og föstudaga frá 10.00 til 16.00.

Markmið með starfseminni er að auka lífsgildi og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan svo og hæfni í daglegri virkni.

Fjölbreytt dagskrá með þátttöku að eigin vild. Lögð áhersla á að hver einstaklingur skiptir máli. Virðing höfð að leiðarljósi. Lögð áhersla á afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Umhverfi og aðstaða: Staðsetning við lækinn í Hafnarfirði þar sem fuglalíf er fjölbreytt Húsnæðið býður uppá fjölbreytta starfsemi með tölvum og aðstöðu til listsköpunar Þvotta og baðaðstaða.

Rauði krossinn í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi standa að rekstri Lækjar.

Samhjálp

Hlíðarsmári 14, 3h, 201 Kópavogur. Sími: 561-1000. Netfang: samhjalp@samhjalp.isVeffang: www.samhjalp.is og á Facebook hér.
Opnunartími: Alla virka daga frá 10.00 til 15.00.

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Höfuðstöðvar Samhjálpar eru að Hlíðasmara 14, 3h, 201 Kópavogi. Þar eru skrifstofur, göngudeild og úthringiver til húsa og þar fer hluti forvarna- og eftirmeðferðarstarfsins fram, starf sem nú á sér 42 ára sögu og hefð í borginni. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstafi í rúm fjörutíu ár með góðum árangri og allan þann tíma staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímaefnavanda að stríða.

Hugarfar

Sími/talhólf: 696-0981. Netfang: hugarfar@hugarfar.is. Veffang: www.hugarfar.is

Félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið.

Skrifstofa Hugarfars er opin mánudaga og föstudaga milli 10:00 og 14:00

Sími: 696-0981 .

Símatími verkefnastjóra er alla virka daga á milli 09:00 og 16:00, en hægt er að skilja eftir skilaboð á öðrum tímum.