Geðsvið Landspítala

Landspítali – geðsvið

Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Á geðsviðinu eru margar ólíkar deildir svo sem bráðaþjónusta, endurhæfingardeildir, göngu- og dageildir, samfélagsgeðteymi og meðferðardeild v/vímuefna.

Bráðamóttaka geðsviðs Landspítalans

Síminn er 543-4050 á þeim tíma sem opið er.
Bráðamótttakan er opin kl. 12.00 til 19.00 alla virka daga og kl. 13.00 til 17.00 um helgar og alla helgidaga.

Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.ráðamóttaka geðsviðs Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingu Landspítalans við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Sjá nánar hér.

 

Þjónusta dag- og göngdeilda.

Á dag- og göngudeildum geðsviðs fá sjúklingar með alvarlegar geðraskanir þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð. Nokkur sérhæfð teymi starfa á dag- og göngudeildum geðsviðs og eru þau staðsett á Hringbraut, Hvítabandi, Reynimel og á Kleppspítalalóð.

Samfélagsgeðteymi:

Sími: 543 4643

Meginverkefni samfélagsgeðteymisins er að sinna einstaklingum sem þarfnast fjölfaglegrar þjónustu í samfélaginu. Samvinna og samstarf er við velferðarþjónustu sveitarfélaga og heilsugæslu.Teymið er fjölfaglegt. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins. Sjá nánar hér.

Átröskunarteymi LSH

Sími: 543-4600

Átröskunarteymið er hluti af göngudeild geðsviðs Landspítala og hefur sérhæft sig í meðferð fullorðinna einstaklinga með átraskanir, hvort sem það er lystarstol (anorexia nervosa), lotugræðgi (bulimia nervosa), lotuofát (binge eating disorder), eða aðrar átraskanir af blönduðum toga. Við erum stöðugt að þróa meðferðarúrræðin okkar og leitumst við að veita bestu mögulegu meðferð. Við byggjum á samvinnu við fjölskyldur og umhverfi þess sem glímir við átröskun.

Teymið veitir þjónustu á göngudeild og dagdeild og hefja meðferð eftir greiningarviðtal.
Meðferð er einstaklingsmiðuð og boðið er upp á:

 • Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eða listmeðferðarfræðingi
 • Viðtöl hjá lækni til að ræða lyfjameðferð og almennt heilsufar, blóðprufur o.fl.
 • Viðtöl hjá næringarfræðingi/næringarmeðferð
 • Hópnámskeið – hugræn atferlismeðferð við átröskunum
 • Listmeðferð
 • Para- og fjölskylduviðtöl
 • Aðstandendanámskeið
 • Jóga, núvitund, hugleiðsla, líkamsímynd, fræðsluhópur o.fl.

Átröskunarteymið er þverfaglegt teymi og þar starfa sálfræðingar, listmeðferðarfræðingur, félagsráðgjafi/ fjölskylduþerapisti, læknir, næringarfræðingur, hjúkrunarfræðingur og stuðningsfulltrúar. Sjá nánar hér.

Foreldrar meðganga barn – FMB teymið

Sími: 543-4050

Þjónustan er fyrir foreldra sem eiga von á barni, eða eru með barn á fyrsta ári sem eru með alvarlegan geðrænan vanda og/eða áhyggjur af tengslamyndun við barnið. Hér er um að ræða sérhæft tímabundið viðbótarúrræði við venjulega þjónustu Geðsviðs og Kvenna- og barnasviðs við þennan markhóp:

 • Þverfagleg fjölskyldumiðuð nálgun
 • Sérstök áhersla er lögð á að vinna með tengslamyndun foreldra og barns
 • Lögð er áhersla á að fagaðilar mismunandi stofnana sem eru að sinna málum fjölskyldunnar hittist reglulega

Sjá nánar hér.

DAM teymi Hvítabandi

Sími: 543-4600

Meðferð hjá DAM teymi á Hvítabandi er ætluð sjúklingum með persónuraskanir, langvinnt þunglyndi, geðhvörf og kvíðaraskanir, sem leitt hafa til óvinnufærni.

Markmið: Draga úr einkennum, auka færni og lífsgæði og undirbúa sjúklinga fyrir áframhaldandi endurhæfingu á öðrum vettvangi s.s. Hringsjá eða Janus.

Meðferðin grundvallast á dialektískri atferlismeðferð (DAM) þar sem unnið er með jafnvægi milli hugsana og tilfinninga, færni í tilfinningastjórnun og samskiptum og leiðir til að auka streituþol. Aðrir þættir í meðferðinni eru m.a. sköpun og tjáning, slökun, markmiðsetning, fræðsla, félagsfærniþjálfum HAM við lágu sjálfsmati, hópmeðferð og vikuleg einstaklings viðtöl. Tímalengd meðferðar er allt að 6 mánuðir.

Dagdeild Hvítabandi tekur við tilvísunum frá móttökuteymi göngudeildar og legudeildum að undangengnu mati og greiningu. Almennt er ekki tekið við tilvísunum utan LSH. Slíkum beiðnum er vísað til inntökustjóra göngudeildar til frekara mats.

Sjá nánar hér.

Þunglyndis- og kvíðateymi

Sími: 543-4050

Teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni Þunglyndis og kvíðateymis er að sinna einstaklingum með alvarlegt þunglyndi og kvíðaraskanir.

Þunglyndis og kvíðateymið beitir m.a. hugrænni atferlismefðerð (HAM) og/eða lyfjameðferð.  Sjá nánar hér.

ADHD teymi

Sími: 543-4050

ADHD teymi sinnir greiningu og fyrstu meðferð fyrir þá sem greinast með ADHD

Sérstakar reglur gilda um beiðnir fyrir ADHD greiningu og geta læknar fengið nánari upplýsingar hjá ritara teymisins í síma 543-4088 eða henrietg@landspitali.is. Sjá nánar hér.

Geðhvarfateymi

Sími: 543-4200.

Geðhvarfateymi geðdeildar er nýtt þverfaglegt teymi á geðsviði, stofnað á ársbyrjun 2017. Teymið mun til að byrja með einbeita sér að þjónustu við nýgreinda einstaklinga með geðhvörf af týpu I og þá sérstaklega þá einstaklinga sem hafa legið á bráðageðdeild. Teymið bíður upp á þétt utanumhald eftir útskrift af deild og hópfræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að í hópi nýgreindra sem fá sérhæfða þjónustu á fyrstu stigum veikinda er hægt að fækka veikindalotum og endurinnlögnum og hafa þannig jákvæð áhrif á sjúkdómsgang.

Sjá nánar hér.

Móttökudeildir

Á móttökudeildum er tekið á móti geðsjúkum sem þurfa á bráðainnlögn að halda. Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna. Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að veikindum og heilbrigði. Stefnt er að heildrænni þjónustu þar sem sjúklingur og fjölskylda hans eru upplýst um meðferðina og taka þátt í að efla heilbrigði sjúklinga eftir útskrift. Sjá nánar hér.

Fíknimeðferð

Á fíknigeðdeild er lögð áhersla á þjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegan fíkni- og geðvanda (tvígreiningu). Breiður hópur fagfólks vinnur saman að því að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda báðum sjúkdómum. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þrörfum og getu hvers einstaklings.

Senda skal beiðni um þjónustu fíknigeðdeildar annað hvort í gegnum Sögukerfið (fyrir þá sem hafa aðgang) eða með því að senda beiðni um meðferð / rannsókn í pósti. Athugið að nauðsynlegt er að greinargóðar upplýsingar sé að finna í umsókninni. Beiðnafundir eru haldnir tvisvar í viku og haft er samband við skjólstæðinga sem fyrst eftir fyrirtöku beiðnar. Sjá nánar hér.

Teigur – dagdeild

Teigur er eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar sem sinnir sérstaklega fólki með vímuefnavanda auk annars geðræns vanda. Þar er gerð sú krafa að fólk hafi stöðvað neyslu og sé búið að ná lágmarksstöðugleika.
Á Teigi er boðið upp á 5 vikna dagdeildarmeðferð sem stendur frá klukkan 9 að morgni til 13:30 þrjá daga vikunnar og til hádegis tvo daga. Sálfræðingar, áfengisráðgjafar og hjúkrunarfræðingar sjá um að keyra daglega dagskrá deildarinnar. Auk þess koma læknar og félagsráðgjafar að málum þegar það á við. Áhersla er á að þeir sem koma á Teig fái sem heildstæðasta úrlausn sinna vandamála með samvinnu allra fagaðila. Sjá nánar hér.

 

Endurhæfing geðsviðs LSH

Endurhæfing fólks með geðsjúkdóma fer fram á Kleppi og Endurhæfingu LR á Laugarásvegi 71. Endurhæfing er samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli notanda, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Lögð er áhersla á að stuðla að auknum lífsgæðum hjá fólki og hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum. Þátttaka í samfélaginu, valfrelsi og leið til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði í endurhæfingu geðsviðs. Sjá nánar hér.

 

Fulltrúi notenda – geðsvið LSH

Sími: 543-4081/824-5351. Netfang: bergbo@landspitali.is. Sjá nánar hér.

Á geðsviði LSH starfar maður að nafni Bergþór Grétar Böðvarsson. Hann hefur reynslu af því að vera í hlutverki sjúklings inni á geðdeild. Sjúklingar eða notendur innan sem utan deilda og þeir sem þurfa geta leitað til fulltrúa notenda. Skrifstofa Bergþórs er á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hlutverk hans er:

 • að veita upplýsingar um réttindi og aðstoða notendur geðsviðs hvað þau varðar.
 • að taka við kvörtunum og ábendingum er varða þjónustu geðsviðs LSH og kemur þeim til réttra aðila.
 • að veita upplýsingar um og tengir innskráða sjúklinga eða aðra við félagasamtök og/eða athvörf ef þess þarf.
 • að gefa notendum upplýsingar um hvernig nálgast megi upplýsingar um starfsemi geðsviðs og LSH á vefsíðu sjúkrahússins.