Jólaúthlutun 2017

Velferðarsjóður Suðurnesja

Opið verður fyrir umsóknir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar í Keflavíkurkirkju 28.nóv., 30.nóv., 5.des., 7.des. og 12.des.

Opnunartími er frá klukkan 9.00 til 12.00.

Þeir sem hafa fengið greitt inn á kort (blátt Arionbankakort) frá hjálparstarfi kirkjunnar geta sótt um jólaaðstoðina rafrænt á www.help.is.

Allir þeir sem eru undir viðmiðunarmörkum eiga rétt á jólaaðstoð; hjón, einstaklingar og barnafólk.

Eftir 12.desember 2017 er lokað fyrir umsóknir í Velferðarsjóð og Hjálparstarf kirkjunnar til 16.janúar 2018.

Afgreiðsla korta fer svo fram 14.desember 2017 á milli klukkan 9.00 til 12.00.

 

Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ

Í Reykjanesbæ fer skráning fram dagana 1. – 7. desember milli klukkan 13-15 að Baldursgötu 14.

Úthlutun fer svo fram 22. desember milli klukkan 14-17.