Um námskeið

*Námskeið verður næst haldið 26.febrúar til 22.mars 2018. Skráning er ekki hafin *

Sjálfstraust – Færni – Tengslanet 

Hvað er Hugur og heilsa?             

Námskeiðið Hugur og heilsa er starfs- og námsendurhæfing Bjargarinnar. Um er að ræða 4 vikna námskeið þar sem sérstaklega er lögð áhersla á fræðslu sem nýtist til sjálfseflingar þátttakenda.

Næsta námskeið byrjar 26.febrúar 2018og verður kennt mánudaga til  fimmtudaga frá klukkan 13:00 – 15:00. Kennslan er í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Námskeiðið kostar 5.000kr.

Sjá neðar hvernig skráning fer fram. 

Markmið Hugar og heilsu

Meginmarkmið námskeiðsins er að þjálfa atvinnutengda hegðun einstaklinga og aðstoða þá við að komast aftur í nám eða atvinnu. Með atvinnutengdri hegðun er til dæmis átt við virkni og mætingu. Námið miðar að því að styrkja sjálfsmynd og félagslega stöðu einstaklingsins með fræðslu, ráðgjöf og persónulegum stuðningi.

Meðal námsefnis er:

  • kemur fram síðar

Fyrirlesarar:

  • kemur fram síðar

Fyrir hverja?

Hugur og heilsa er ætlaður fullorðnum einstaklingum sem vegna andlegrar eða líkamlegrar færniskerðingar og/eða erfiðra félagslegra aðstæðna hafa þörf fyrir að styrkja stöðu sína á persónulegum sem og samfélagslegum grundvelli. Forsenda inntöku á námskeiðið er að þátttakendur stefni á frekari þátttöku í samfélaginu, til að mynda í nám eða vinnu.

Þjónusta og ráðgjöf

Þátttakendur á námskeiðinu fá viðtal hjá Írenu Guðlaugsdóttur, félagsráðgjafa áður en það hefst og hjá starfs- og námsráðgjafa við lok námskeiðisins.

Að námskeiði loknu

Eftir að námskeiðinu lýkur er lagt upp með að aðstoða nemendur í frekara nám, út á vinnumarkað eða í frekari starfs- og námsendurhæfingu. Eftirfylgd er mismikil á milli einstaklinga og getur meðal annars verið í formi, viðtalstíma, ráðgjafar eða sem aðstoð við að finna leiðir í samfélaginu.

Hvernig sæki ég um?

Öllum sem telja sig geta haft gagn af námskeiðinu er frjálst að sækja um. Leiðir til þess að skrá sig:

  • Rafrænt á heimasíðu, smellið HÉR.
  • Hægt er að senda tölvupóst á netfangið irena.gudlaugsdottir@reykjanesbaer.is. Vinsamlegast takið fram nafn, kennitölu og símanúmer.
  • Hafið samband í síma 420-3270 og gefið upp nafn, kennitölu og símanúmer.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá starfsfólki Bjargarinnar.