Ráðgjöf

Starfsfólk Bjargarinnar veitir félögum persónulega ráðgjöf og aðstoð við að finna leiðir til úrlausna í einkalífi sem og úti í samfélaginu. Félagar geta  fengið aðstoð við að setja sér persónuleg markmið og stuðning við að fylgja þeim eftir. Í Björginni er félagsráðgjafi við störf og aðgengi er að geðlækni. Aðstandendur og aðrir geta jafnframt fengið ráðgjöf. Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 og með því að senda tölvupóst á tiltekinn ráðgjafa eða á bjorgin@reykjanesbaer.is.