Geðheilsuvandi

Góð geðheilsa felst ekki eingöngu í því að vera laus við geðraskanir heldur er um að ræða jákvætt ástand þar sem okkur líður vel og gengur vel. Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar snúa þær að því að vera sáttur við sjálfa(n) sig og umhverfi sitt, upplifa jafnvægi, öryggi og ánægju af lífi og starfi, búa yfir færni til að takast á við áskoranir lífsins og geta aðlagast breytilegum aðstæðum.

Geðraskanir eru raskanir á geðheilsu. Allir geta þjást af geðröskunum og geðrænum kvillum. Í skýrslu frá Velferðarráðuneytinu segir að einstaklingur teljist vera með geðröskun ef hann býr við andlega líðan eða ástand sem skerðir möguleika hans til lífsgæða, tilfinningalegra og/eða félagslegra samskipta, þátttöku í námi eða starfi eða virkni í samfélaginu að öðru leyti. Geðraskanir eru þess eðlis að sumir finna lítið fyrir þeim á meðan aðrir geta fundið fyrir margvíslegum erfiðleikum og vandamálum í daglegu lífi vegna þeirra. Eftirfarandi einkenni geta komið fram hjá þeim sem þjást af geðröskunum og hjá þeim sem upplifa erfiðleika:

  • Mikill kvíði, ótti og þjáning
  • Líkamleg einkenni, t.d. breytingar á matarlyst og einkenni frá taugakerfi líkamans
  • Svefntruflanir
  • Truflanir á hegðan, samskiptum og tengslum við aðra
  • Lækkað / hækkað / flatneskjulegt geðslag
  • Ofskynjanir og ranghugmyndir
  • Óróleiki, einangrun og / eða ofsaköst
  • Sjálfsvígsatferli
  • Vonleysi

Með því að leita sér aðstoðar, meðferðar, eru góðar líkur á að hægt sé að ná verulega bættri líðan. Þær meðferðir sem boðið er upp á í dag eru almennt árangursríkar og batahorfur góðar.

Helstu geðraskanir eru: