Sálfræði- og geðþjónusta

Pétur Hauksson geðlæknir

Pétur Hauksson geðlæknir kemur flesta fimmtudaga til Reykjanesbæjar og er með aðstöðu í húsnæði Bjargarinnar, fyrst og fremst fyrir skjólstæðinga Bjargarinnar.

Sími: 562-7272

Netfang: petur.hauksson@simnet.is

Geðteymi HSS

Hlutverk heilsugæslunnar í geðheilbrigðismálum er að vera almennt fyrsti viðkomustaður vegna geðraskana og sinna meðferð og eftirfylgni.  Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er starfandi teymi sérfræðinga sem sinnir geð- og sálfélagslegri aðstoð með megináherslu á meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga 0-18 ára og 18 ára og eldri. Teymið sem sinnir 0-18 ára er í daglegu tali nefnt Forvarnar- og meðferðarteymi barna eða FMBT en teymið sem sinnir 18 ára og eldri er kallað geðteymi.

Ef þú átt við sálræna vanlíðan að etja, er fyrsta skrefið að hafa samband við heilsugæsluna sími: 422-0500 og panta viðtal hjá heilsugæslulækni eða símatíma í hjúkrunarmóttöku.

Sálfræðistofa Suðurnesja

Sálfræðistofa Suðurnesja býður upp á á meðferð og greiningu barna og fullorðinna. Ýmsar tegundir meðferða eru í boði, m.a. hugræn atferlismeðferð, núvitund, EMDR og samkenndarnálgun, allt eftir því hvað hentar fólki og þeim vanda sem vinna á með. Engum er synjað um þjónustu en það getur verið mislöng bið eftir sálfræðingum. Einnig er hægt að fara í bóka tíma og velja þann fyrsta sem er laus og sálfræðingur hefur samband eins fljótt og auðið er. Ekki er þörf á tilvísun frá lækni auk þess er hægt að kynna sér rétt sinn til niðurgreiðslu á tímum hjá stéttarfélagi.

Heimilisfang: Hafnargata 51-50 (efri hæð)

Netfang: salsud@salsud.is

Sálfræðiþjónusta hjá FSS

Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa aðgang að sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Til að panta viðtalstíma hjá þeim senda nemendur, forráðamenn eða starfsmenn tölvupóst á netfangið fssal@reykjanesbaer.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer nemandans.