Virkni- og starfsendurhæfingarúrræði

Vinnumálastofnun Suðurnesjum

Vinnumálastofnun heldur skrá yfir laus störf sem eru í boði, annast skráningu atvinnulausra, útreikninga og greiðslu atvinnuleysisbóta, annast skipulag vinnumarkasúrræða, halda utan um og afla upplýsinga um atvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnuhorfur og annast útgáfu atvinnuleyfa og skráningu útlendinga.

Vinnumálastofnun er með útibú á Suðurnesjum, í Krossmóa 4a á 2. hæð. Opið er mánudaga til fimmtudaga milli 09:00 og 13:00 og föstudaga milli 09:00 og 12:00.

Sími: 515-4800

Netfangsudurnes@vmst.is.

Facebook: https://www.facebook.com/vinnumalastofnun.sudurnesjum

VIRK- Starfsendurhæfingarsjóður

Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Til að eiga rétt á þjónustu þarf einstaklingur að vera með vottaðan heilsubrest frá lækni.

Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast aftur í vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónustan er ferli sem felur í sér greiningu á stöðu og möguleikum eftir verkferlum VIRK.
Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land.  VIRK starfar einnig í nánu samstarfi við stéttarfélög, atvinnurekendur, ýmsa þjónustuaðila í starfsendurhæfingu og stofnanir velferðarkerfisins.
Þjónusta VIRK er einstaklingum að mestu að kostnaðarlausu.
Fljótlega eftir að einstaklingur hefur þjónustu hjá VIRK er mál hans tekið fyrir af þverfaglegu teymi til að tryggja sem besta þjónustu og setja upp einstaklingsmiðaða áætlun til starfsendurhæfingar. Í framhaldi er sett upp einstaklingsmiðuð áætlun til starfsendurhæfingar. Í þverfaglegu teymi starfa m.a. læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar allt eftir þörfum hvers og eins.

Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu, sem eru í flestum tilfellum staðsettir hjá stéttarfélögum, og starfa þeir náið með sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Ráðgjafi vinnur náið með fagfólki á því svæði sem um ræðir og ræðst því framboð af úrræðum í mörgum tilvikum af þeirri þekkingu sem er til staðar.

Samvinna starfsendurhæfing

Samvinna er starfsendurhæfingardeild innan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.  Unnið er að því að bæta líkamlega, andlega og félagslega stöðu einstaklinga með það að markmiði að þeir verði tilbúnari í starf á almennum vinnumarkaði eða í áframhaldandi námi. Áhersla er lögð á að efla og virkja hvern þátttakanda með það að markmiði að hann öðlist trú á sjálfan sig og eigin getu. Þátttakendur fá aðstoð við að taka á hindrunum sínum og efla styrkleika sína, ásamt þjálfun í að setja sér raunhæf markmið.

Endurhæfingin er einstaklingsbundin og tekur mið af þörfum einstaklingsins. Um er að ræða námstengda endurhæfingu og heldur Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum utan um þann þátt og fer kennslan fram í húsnæði MSS. Auk þess er boðið upp á fjármálaráðgjöf, sálfræðistuðning, hópefli, sjálfsstyrkingu, líkamsþjálfun og ýmsa aðra sérsniðna meðferð eða ráðgjöf. Þátttakendur fara auk þessa í starfsþjálfun í fyrirtækum á Suðurnesjum.

Virkjun mannauðs og velferðar

Virkjun er miðstöð fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu, öryrkja, eldri borgara og aðra þá sem hafa áhuga á starfseminni. Boðið er upp á  námskeið og fræðslu, uppákomur og fleira, sem er að mestu leyti í umsjón sjálfboðaliða. Lögð er áhersla á að virkja einstaklinga og þá styrkleika sem þeir búa yfir.

Sími: 426-5388.

Heimilisfang: Flugvallarbraut 740, 262 Reykjanesbær

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum

Fjölsmiðjurnar hér á Íslandi eru atvinnusetur og eru mikilvægur hlekkur í endurhæfingu ungs fólks til þess að það nái fótfestu á vinnumarkaði eða námi eftir hvers konar óvirkni. Fyrirmynd fjölsmiðjanna kemur frá Danmörku þar sem þær eru mikilvægur hluti af menntakerfinu og koma til móts við þá sem ekki finna sig í öðru námi. Þar er nemunum veitt undirstaða til frekara náms og námskrá er til staðar fyrir hverja fjölsmiðju. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er vinnusetur fyrir ungt fólk á Suðurnesjum á aldrinum 16-24 ára.

Sími: 421-1111 / 421-1551

Heimilisfang: Smiðjuvöllum 5, 230 Reykjanesbæ

Netfang: thorri@fjolsmidjan.net

88 Húsið

Velferðar og félagssvið Reykjanesbæjar eru í nánu samstarfi við 88 húsið þar sem 88 húsið aðstoðar sviðið við ýmsa þjónustu og úrræði.

Sími: 421-8890/ 891-9101

Heimilisfang: Hafnargata 88, 230 Reykjanesbæ

Netfang: fjorheimar@reykjanesbaer.is

Facebook: https://www.facebook.com/pages/88%20h%C3%BAsi%C3%B0/264624310725774/

Hjálpræðisherinn

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er með fjölbreytt og skemmtilegt starf og allir eru velkomnir.  Á dagskrá er meðal annars prjónahópur, krakkadagar og unglingakvöld.

Sími: 537 3000

Heimilisfang: Flugvallarbraut 730, 262 Reykjanesbæ

Facebook: https://www.facebook.com/herinnreykjanes

Rauði Krossinn – Suðurnesjadeild

Deildin er með aðsetur að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ. Skrifstofa deildarinnar er opin mánudaga – fimmtudaga frá 13:0 til 16:00 en lokað er á föstudögum. Rauða kross búðin er opin miðvikudaga og fimmtudaga frá 13:00 til 17:00 og þriðjudaga frá 16:00 til 18:00.

Sími: 420-4700

Heimilisfang: Smiðjuvellir 8, 230 Reykjanesbæ

Netfang: sudredcross@sudredcross.is

Facebook: https://www.facebook.com/Rau%C3%B0i-krossinn-%C3%A1-Su%C3%B0urnesjum-275158996428365

Félag eldri borgara á Suðurnesjum FEB

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri. Allt starf er unnið af félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Félagið er með skrifstofu í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum, þar fer einnig fram megnið að félagsstarfi FEBS.

Heimilisfang: Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ

Kirkjur

Í sumum kirkjum á Suðurnesjum er ýmis áhugaverð starfsemi í gangi sem stuðla að virkni einstaklinga. Hægt er að hafa samband við kirkjurnar til að sjá hvað er í boði. Til dæmis er spilakvöld aldraðra, spilavist eldri borgara og foreldramorgnar í Njarðvíkurkirkjum, fræðsla, fyrirlestrar og leshópar í  Keflavíkurkirkju og vinir í bata og foreldramorgnar í Grindavíkurkirkju.

Hæfingarstöðin

Markmið hæfingar er að auka hæfni fatlaðs fólks til starfa og að taka þátt í daglegu lífi. Í hæfingu eru þjónustunotendur búnir undir að takast á við viðfangsefni utan heimilis sem og störf á almennum vinnumarkaði eða í verndaðri vinnu. Sótt er um þjónustu Hæfingarstöðvarinnar hjá Vinnumálastofnun.

Sími: 420-3250

Heimilisfang: Keilisbraut 755, 262 Reykjanesbæ

Netfang: haefingarstodin@reykjanesbaer.is