Félagsleg ráðgjöf

Félagsþjónusta/Velferðasvið í hverju bæjarfélagi býður upp á félagslega ráðgjöf.

Reykjanesbær

Markmið félagslegar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.

Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, þar með talinna forsjár- og umgengnismála, ættleiðingarmála o.fl. Henni skal ætíð beitt í eðlilegu samhengi við aðra aðstoð samkvæmt lögum  og í samvinnu við aðra  aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar eftir því sem við á.

Upplýsingar um tímapantanir fást í þjónustuveri Reykjanesbæjar, opnunartími er frá 9:00 til 16:00 virka daga.

Sími: 421-6700

Heimilisfang: Tjarnagata 12, 230 Reykjanesbær.

Netfang: reykjanesbaer@reykjanesbaer.is

Grindavík

Félagsþjónustan hefur aðsetur á bæjarskrifstofum Grindavíkur, og starfar í umboði félagsmálaráðs. Opnunartími á bæjarskrifstofum er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 09:30 til 15:00 og þriðjudaga og fimmtudaga frá 08:00 til 15:00.

Sími: 420-1100

Heimilisfang: Víkurbraut 62, 4. hæð, 240 Grindavík

Netfang: grindavik@grindavik.is

Suðurnesjabær og Vogar

Markmið félagslegrar ráðgjafar er annars vegar að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda. Haft er að leiðarljósi að styðja einstaklinga og fjölskyldur til sjálfshjálpar þannig að hver og einn geti notið sín sem best í samfélaginu. Opnunartími er frá 09:30 til 15:00 á mánudögum til fimmtudaga og frá 09:30 til 12:30 á föstudögum.

Sími: 425-3000

Heimilisfang: Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabær (bæjarskrifstofur)

Netfang: afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Réttindagæslumaður skal vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks eru átta og starfa í landshlutum sem hér segir: landskort (PNG)

Réttindagæsla netfangrettindagaesla@rettindagaesla.is

Allir réttindagæslumenn netfang: allir@rettindagagaesla.is