Úrræði vegna geðheilsuvanda

Hjálparsími Rauða Krossins 1717

Rauði Krossinn er með hjálparsíma í númerinu 1717 og netspjall á 1717.is. Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og er hann ókeypis. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast.

Landspítali – geðsvið

Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Á geðsviðinu eru margar ólíkar deildir svo sem bráðaþjónusta, endurhæfingardeildir, göngu- og dageildir, samfélagsgeðteymi og meðferðardeild vegna vímuefna. Smellið hér til þess að sjá frekari útlistun á þjónustu geðsviðs LSH.

Píeta samtökin

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi fyrir skjólstæðinga.

Meðferð Píeta er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til þeirra leitar og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu. Miðað er að því að leysa yfirstandandi krísu með viðkomandi og glæða von um líf sem er þess virði að lifa. Kennd eru ýmis bjargráð til að fást við erfiðar tilfinningar ásamt streitu- og tilfinningastjórnun og samskiptafærni.

Sími: 552-2218 (opinn allan sólarhringinn)

Heimilisfang: Baldursgata 7, 101 Reykjavík.

Netfang: pieta@pieta.is

Kvíðameðferðarstöðin

Kvíðameðferðarstöðin er sérhæfð meðferðarstöð þar sem áhersla er lögð á bestu meðferð sem völ er á við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Langoftast er hugræn atferlismeðferð sú meðferð sem veitt er enda er mælt með því meðferðarformi við öllum kvíðaröskunum af breskum heilbrigðisyfirvöldum. Meðferðin er ýmist veitt í einstaklingsviðtölum eða hópmeðferð eftir því sem við á. Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar starfa saman í teymi og njóta handleiðslu á störf sín frá innlendum og erlendum sérfræðingum.

Opnunartími Kvíðameðferðarstöðvarinnar er frá 9:00 til 17:00 alla virka daga. Opið er fyrir símtöl frá 09.00-15.30.

Sími: 534-0110

Heimilisfang: Suðurlandsbraut 4 – 5. hæð, 108 Reykjavík.

Netfang: kms@kms.is

Facebook: https://www.facebook.com/kvidamedferdarstodin/

Geðhjálp

Geðhjálp eru samtök fjölda félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun. Gildi Geðhjálpar eru: hugrekki, mannvirðing og samhygð.

Hagsmunagæsla Geðhjálpar felst í því að aðstoða fólk við að leita réttar síns, t.d. með því að veita upplýsingar um kæruleiðir og koma ábendingum á framfæri við viðkomandi úrræði, stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld.

Ráðgjöf Geðhjálpar felst í síma-, tölvupósts- og viðtalsráðgjöf við notendur, aðstandendur, vinnuveitendur og aðra í nánasta umhverfi fólks með geðraskanir og geðfötlun. Hvorki er farið fram á tilvísun né aðild að Geðhjálp þó aðild sé vel þegin. Ráðgjöfin er ókeypis og yfirleitt stutt bið eftir viðtölum.

Opið er mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 til 15:00 og föstudaga frá 9:00 til 12:00.

Sími: 570 1700

Heimilisfang: Borgartún 30, 105 Reykjavík

Netfang: gedhjalp@gedhjalp.is

Facebook: https://www.facebook.com/Landssamtokin.Gedhjalp

Hugarafl

Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa gengið í gegnum andlegar áskoranir og aðstandendur þeirra. Hjá Hugarafli er einstaklingnum veittur stuðningur við að ná bata og stjórn á eigin lífi með einstaklingsmiðaðari nálgun. Sérstaða Hugarafls er persónuleg nálgun og samstarf fagfólks og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar á jafningjagrunni. Notendur í Hugarafli móta eigin endurhæfingu og veita öðrum stuðning sem eru í svipuðu ferli. Kjarni starfs Hugarafls er þekking og reynsla notenda og fagfólks, verkefni og hugsjónabarátta.

Opið er mánudaga til föstudaga frá 10:00 til 15:00.

Sími: 414-1550

Heimilisfang: Lágmúli 9, 108 Reykjavík

Netfang: hugarafl@hugarafl.is

Facebook: https://www.facebook.com/Hugarafl

Klúbburinn Geysir

Félagsaðild er opin öllum sem eiga að baki eða eiga við geðsjúkdóm að stríða, nema ef öðrum félögum stafar hætta af umgengni við viðkomandi aðila. Félagar og starfsfólk klúbbsins ber sameiginlega ábyrgð á rekstrinum. Klúbburinn byggir starfsemi sína á skipulögðum vinnudegi. Öll starfsemin er eingöngu í þágu klúbbsins til að stækka og efla klúbbhúsasamfélagið.

Klúbburinn Geysir er opinn alla virka daga, opnar klukkan 8:30 hvern virkan dag og lokar klukkan 16:00 mánudaga til fimmtudaga en klukkan 15:00 á föstudögum.

Sími: 551-5166

Heimilisfang: Skipholt 29, 105 Reykjavík

Netfang: kgeysir@kgeysir.is

Facebook: https://www.facebook.com/klubburinn.geysir

Hlutverkasetur

Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæði sín. Stefnt er að því að viðhalda eða efla sjálfsmynd einstaklinga í gegnum verkefni, fræðslu og umræðu. Markmiðið er að komast út á almennan vinnumarkað, hefja nám eða auka lífsgæði. Leiðarljós Hlutverkaseturs er virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni.

Opnunartími er frá 08:30 til 16:00.

Sími: 517-3471 / 695-9285

Heimilisfang: Borgartúni 1, 105 Reykjavík (Gengið inn sjávarmegin)

Netfang: hlutverkasetur@hlutverk.is

Facebook: https://www.facebook.com/hlutverkasetur

Dvöl 

Í Dvöl er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða þar sem gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess. Ekki þarf tilvísun læknis eða annarra meðferðaraðila til að koma í Dvöl.  Meginmarkmið starfsins í dvöl er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, að draga úr fordómum og auka lífsgæði fólks með geðsjúkdóma, að koma í veg fyrir endurinnlagnir á geðdeildir og að skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og hver einstaklingur fær að njóta sín.

Opnunartími er frá 9:30 til 15:30 virka daga en lokað er í júlí.

Sími: 554 1260 / 554 7274

Heimilisfang: Reynihvammur 43, 200 Kópavogi.

Netfang: dvol@kopavogur.is

Facebook: https://www.facebook.com/dvol.athvarf

Vin

Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur sem er opið alla virka daga.

Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.

Opið er alla virka daga frá 10:00 til 15:45 og á sunnudögum frá 14:00 til 17:00.

Sími: 561 2612 / 561 2721.

Heimilisfang: Hverfisgata 47, 101 Reykjavík.

Netfang: vin@redcross.is

Lækur

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda

Athvarfið er staðsett við Lækinn í Hafnarfirði þar sem fuglalíf er fjölbreytt. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta starfsemi með tölvum og aðstöðu til listsköpunar. Einnig er til staðar þvotta- og baðaðstaða.

Gestir koma á eigin forsendum og er opið frá 9:00 til 16:00 alla virka daga og föstudaga frá 10:00 til 16:00.

Sími: 585-5500 / 664-5746

Heimilisfang: Hörðuvellir 1, 220 Hafnarfriði

Netfang: brynjarut@hafnarfjordur (forstöðumaður)

Bergið

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.

Opið er alla virka daga milli 13:00 og 17:00.

Sími: 571-5580

Heimilisfang: Suðurgata 10, 101 Reykjavík

Netfang: bergid@bergid.is

Facebook: https://www.facebook.com/bergidheadspace

Samhjálp

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna áfengis- og fíknisjúkdóms, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra.

Skrifstofa samhjálpar er opin alla virka daga frá 10:00-15:00.

Sími: 561-1000

Heimilisfang: Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur

Netfang: samhjalp@samhjalp.is

Facebook: https://www.facebook.com/samhjalp.is/about/?ref=page_internal

Hugarfar

Hugarfar var stofnað 21. febrúar 2007 af einstaklingum með ákominn heilaskaða, aðstandendum og fagaðilum frá Fagráði um heilaskaða á Reykjalundi. Hugarfar vill stuðla að því að fólk með ákominn heilaskaða og aðstandendur þess njóti þjónustu og endurhæfingar við hæfi.

Sími: 661 5522

Heimilisfang: Sigtún 42, 105 Reykjavík

Netfang: hugarfar@hugarfar.is

Facebook: https://www.facebook.com/heilaskadi

Miðstöð sálfræðinga – Pólskur sálfræðingur

Katarzyna Zofia Kudrzycka er pólskur sálfræðingur við Miðstöð sálfræðinga sem staðsett er á Bæjarhrauni 6, 220 Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við hana í síma 787-0108 eða í gegnum tölvupóstfangið kkudrzycka@gmail.com

Heilsugæslustöðvar

Heilsugæslustöðin getur verið fyrsti viðkomustaður fólks með geðröskun. Fólki er bent á að leita þangað eftir þörfum. Á vef Landlæknisembættisins er vísað í allar heilsugæslustöðvar á landinu.

Fagfólk á einkastofum

Hægt er að leita að sálfræðingum, félagsráðgjöfum og geðlæknum m.a. á www.ja.is og www.google.is