Netþjónusta

Netmeðferð  (e. e-therapy) er tiltölulega ný tegund meðferðar sem felst í því að skjólstæðingur og sérfræðingur eiga samskipti í gegnum tölvu með hjálp internetsins. Ýmsir aðilar bjóða uppá meðferð eða þjónustu í gegnum net, þar sem hægt er að fá þjónustu í formi netspjalls eða myndfunda.

Geðhjálp

Eru starfandi fagmenntaðir ráðgjafar sem ætlað er að veita þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali, tölvupósti eða í gegnum Kara Connect. Smellið á meðfylgjandi hlekki til að fá fjartíma: Geðhjálp á Kara Connect. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi. 

Hugrænu Atferlisstöðinni í Reykjavík 

Tækni er notuð í einstaklingsmeðferð til að auka árangur og starfar þar sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir. Eingöngu er boðið upp á þjónustu í gegnum fjarfundarbúnað. Hægt er að panta tíma í gegnum síðuna eða senda tölvupóst á netfangið admin@drfjola.com

Mín líðan

Býður upp á sálfræðimeðferð á netinu við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágs sjálfsmats. Mín líðan býður einnig upp á fjarviðtöl sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti augliti til auglitis í gegnum netið. Þar er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda, s.s. kvíða, þunglyndi, áfallastreitu og lágu sjálfsmati. Hægt er að hafa samband í gegnum síðuna þeirra.

EMDR stofan

Starfsfólk EMDR stofunnar býður upp á fjarviðtöl. Á EMDR stofunni starfar fagfólk á sviði áfalla og áfallastreituröskunar auk allrar almennrar sálfræðiþjónustu. Í viðtölunum er boðið upp á alla sömu meðferðarnálganir eins og í viðtölum á stofu, þar með talið EMDR meðferð sem skilar góðum árangri. Þú hittir meðferðaraðilann þinn í gegnum fjarfundabúnað með einföldum og þægilegum hætti. Hægt er að panta tíma í síma 546-0406 eða á netfangið fyrirspurnir@emdrstofan.is (eða á einstaka meðferðaraðila).

Michalina

Er pólskur sálfræðingur starfandi á Ísland sem bíður upp á meðferð í gegnum tölvu. Hægt er að senda tölvupóst á hana á   michalina.arlin@gmail.com eða í gegnum númerið 697-7802. Meðferðartími er frá 09:00 til 17:00 og svarað er í símann frá 11:00 til 18:00. 

Katrín Þór

Er sálfræðingur með viðtals- og netmeðferð á Ísafirði með almenningi og í samstarfi við VIRK-starfsendurhæfing og Starfsendurhæfing Vestfjarða. Hægt er að hafa samband við hana í gegnum heimasíðu hennar eða senda tölvupóst á hana á katrin@netmedferd.com.

Sigrún Ása Þórðardóttir

Veitir ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur vegna margvíslegra erfiðleika, eins og kvíða, þunglyndi, streitu og átraskanir. Einnig vegna sálrænna og félagslegra erfiðleika hjá börnum og unglingum, missætti innan fjölskyldna og margra annarra vandamála. Hún er með netmeðferð og hægt er að panta tíma alla virka daga í síma 661-5272 eða með tölvupósti á sigrun@salarlif.is