Þolendur ofbeldis

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum

Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Þeim sem leita til neyðarmóttökunnar skal sýnd fyllsta tillitssemi og hlýja og þess gætt að þeim sé ekki mætt með vantrú eða tortryggni. Opið er allan sólarhringinn alla daga.

Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni. Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot. Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi (108, Reykjavík) og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku. Hægt er að fá upplýsingar og biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna.

Símar:

  • 543-1000 Aðalskiptiborð Landspítala
  • 543-2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala
  • 543-2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma
  • 543-2085 Áfallamiðstöð Landspítala

Kvennaathvarfið

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað og fyrir konur sem eru þolendur mansals. Kvennaathvarfið er staðsett í Reykjavík en er opið fyrir allar konur, óháð búsetu eða lögheimili. Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561-1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar. Hægt er að bóka ókeypis viðtöl, þar sem konur geta komið í athvarfið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi. Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma í viðtal.

Ráðgjafar sem sinna stuðningi og ráðgjöf eru allir með mikla reynslu og fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun; svo sem sálfærði, kynjafræði, félagsfræði, afbrotafræði, mannfræði og fjölskylduráðgjöf. Ráðgjafarnir vinna á vöktum og halda athvarfinu opnu allan sólarhringinn, árið um kring.

Sími: 561-3720 (skrifstofa) / 561-1205 (vaktsími)

Netfang: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Facebook: https://www.facebook.com/kvennaathvarf

Stígamót

Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess. Til Stígamóta kemur fólk frá 18 ára aldri vegna ofbeldis sem það hefur verið beitt, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Margir koma vegna ofbeldis sem átti sér stað fyrir mörgum árum og jafnvel áratugum síðan.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 562-6868. Opið er á stígamótum mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá  9:00 til 18:00 (lokar16:00 á föstudögum) og miðvikudaga frá 13:00 til 18:00. Oftast er best að ná inn snemma á morgnana eða í hádeginu. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda póst á netfangið stigamot@stigamot.is eða að hafa beint samband við ráðgjafa með tölvupósti.

Facebook: https://www.facebook.com/stigamot

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Þolendum ofbeldis gefst kostur á viðtölum og stuðningi frá fagaðilum, jafningjum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu.

Opnunartími er frá 9:00 til 17:00 alla virka daga.

Sími: 553-3000

Heimilisfang: Bústaðarvegur, 108 Reykjavík.

Netfang: bjarkarhlid@bjarkarhlid.is

Facebook: https://www.facebook.com/bjarkarhlid

Kvennaráðgjöfin

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.  Megintilgangur starfseminnar er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum konum og körlum og má hvort sem er koma eða hringja. Þjónustan er endurgjaldlaus og þurfa þeir sem til okkar sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.

Opnunartímar eru þriðjudaga frá 20:00 til 22:00 og fimmtudaga frá 14:00 til 16:00

Sími: 552-1500

Heimilisfang: Túngata 14 (Hallveigarstöðum), 101 Reykjavík

Netfang: radgjof@kvennaradgjofin.is

Facebook: https://www.facebook.com/kvennaradgjofin

Heimilisfriður

Býður gerendum og þolendum ofbeldis í nánum sambönd upp á meðferð, og miðlar fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings.

Sími: 555-3020

Heimilisfang: Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Netfang: heimilisfridur@shb9.is

Facebook: https://www.facebook.com/heimilisfridur

Drekaslóð

Samtökin Drekaslóð eru samtök sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Samtökin eru með einstaklingsviðtölum, fjölbreytt hópastarf og ýmiskonar fræðslu. Á Drekaslóð er hópur fólks sem hefur mikla reynslu og þekkingu á afleiðingum ofbeldis. Að starfinu koma bæði konur og karlar.

Sími: 551-5511 / 860-3358

Heimilisfang: Borgartún 20 (önnur hæð), 105 Reykjavík.

Netfang: drekaslod@drekaslod.is

Facebook: https://www.facebook.com/Drekasl%C3%B3%C3%B0-153787467980344