Þolendur ofbeldis

Þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis eiga oft erfitt með að segja frá ofbeldinu. Það er þó mikilvægur liður í bata að ræða málin við fagfólk. Gott er að hafa í huga að aldrei er of seint að vinna úr sínum málum – jafnvel þó fólk hafi orðið fyrir ofbeldinu í barnæsku.

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi birtist í ýmsum myndum en í öllum tilvikum er um að ræða að gerandi hefur vald og stjórn á þolandanum. Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, tengdur eða skyldur. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða jafnvel stafrænt.

Mikilvægt að þeir sem búa við heimilisofbeldi hafi samband við Lögregluna á Suðurnesjum, í gegnum Neyðarlínuna 112 eða Velferðarsvið Reykjanesbæjar í síma 421-6700 því enginn á að þurfa að búa við ofbeldi frá sínum nánustu.

Kynferðisofbeldi 

Nauðganir og öll kynferðisleg áreitni er kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi er ekki eingöngu líkamleg valdbeiting heldur einnig óumbeðin og óviðeigandi kynferðisleg hegðun með eða án snertingar.

Þolendur kynferðisofbeldis á Suðurnesjum er bent á að hafa samband við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fá þar rágjöf frá heilbrigðisstarfsfólki. Hægt er að hafa samband í síma: 421-0500. Lögreglan á Suðurnesjum er alltaf með opið og tekur við tilkynningum um brot í gegnum síma: 444-2200.

Einnig er hægt að hafa samband við sveitarfélagið sitt og fá tíma hjá félagsráðgjafa (421-6700 hjá Reykjanesbæ, 420-1100 hjá Grindavík og 425-3000 hjá Suðurnesjabæ og Vogum).

Íbúar á Suðurnesjum geta einnig leitað sér aðstoðar á Höfuðborgarsvæðinu.