Aðstandendur – Geðklofi

Hvernig get ég verið til staðar fyrir einstakling með geðklofa?

  • Fáðu hjálp fyrir viðkomandi eins fljótt og hægt er. Ef viðkomandi er mjög veikur þá er mikilvægt að hann fái faglega aðstoð sem fyrst. Hjálpaðu til við að að finna góðan lækni og önnur áhrifarík meðferðarúrræði.
  • Fræddu sjálfan þig. Að fræðast um geðklofa og meðferðarúrræði gefur þér kost á að taka ákvarðanir um hvernig best sé að ráða við sjúkdóminn, vinna í átt að bata og takast á við bakslög.
  • Minnkaðu streitu. Streita getur valdið einkennum einstaklingi með geðklofa þannig það er nauðsynlegt að búa til skipulagt og stuðningsríkt umhverfi fyrir fjölskyldumeðlimi. Forðastu að setja óþarfa álag á ástvini eða gagnrýna það sem viðkomandi skynjar.
  • Settu raunhæfar væntingar.Það er mikilvægt að vera bjartsýnn á þær áskoranir og takmarkanir á einstaklingi með geðklofa. Aðstoðaðu ástvinum og settu raunhæf markmið og vertu þolinmóð/ur þótt batinn taki tíma.
  • Styrktu ástvin þinn. Farðu varlega í að taka ekki yfir og gera hluti fyrir fjölskyldumeðlim ef viðkomandi er fullfær að sjá um það sjálfur.  Sýndu stuðning en reyndu að hvetja viðkomandi að vera eins sjálfstæður og hægt er.
  • Vertu samstarfsfús. Það er nauðsynlegt að ástvinur hafa sína rödd í sinni eigin meðferð. Þegar fjölskyldumeðlimir finna virðingu og samþykki þá er meiri líkur á áhugasemi að fylgja meðferðinni til enda og vinna að bata.