Aðstandendur – Þunglyndi

Að skilja þunglyndi hjá vini eða ættingja.

  • Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur. Sjúkdómurinn sýgur burt orku, jákvæðni og hvatningu. Sá sem við glímir við þunglyndi getur ekki bara hætt að vera þunglyndur með viljanum einum saman.
  • Einkenni þunglyndis eru ekki persónuleg. Þegar fólk er þunglynt á það erfitt með að tengjast  öðrum tilfinningalega þótt það séu einstaklingarnir sem þeir elska mest.  Að auki segja þunglyndir einstaklingar oft særandi hluti og eiga auðvelt með að reiðast. Munið að þetta er þunglyndið að tala, ekki ástvinur ykkar. Þetta er ekki ykkur að kenna.
  • Að fela vandamálið verður ekki til þess að það fari. Ekki vera meðvirk/ur. Það hjálpar engum sem þessu tengjast ef þú ert sífellt að afsaka, fela vandamálið eða ljúga fyrir þann ástvin sem þjáist af þunglyndi. Í raun gæti það komið í veg fyrir að viðkomandi leiti faglegrar aðstoðar.
  • Þú getur ekki lagað þunglyndi hjá neinum. Ekki reyna að bjarga ástvini frá þunglyndi. Það er ekki undir þér komið að laga það og mun reynast þér ómögulegt. Þunglyndið er ekki þér að kenna og þú ert ekki ábyrg/ur fyrir hamingju ástvinar þíns (eða skortin af). Þegar upp er staðið þá er batinn í höndunum á þeim sem þjáist af þunglyndi.

 Hvernig get ég stutt við meðferð við þunglyndi?

  • Veittu alla þá aðstoð sem einstaklingurinn þarf (eða er tilbúin að þiggja). Hjálpaðu ástvini þínum að panta og mæta í viðtalstíma, farðu yfir meðferðar möguleika og vertu með á hreinu hvað felst í þeirri  meðferð sem einstaklingurinn fær.
  • Reyndu að hafa raunhæfar væntingar. Það getur verið erfitt að horfa uppá ættingja eða vin þjást, sérstaklega ef árangurinn er hægur eða staðnaður. Að hafa þolinmæði er nauðsynlegt. Jafnvel  með bestu meðferðinni þá læknast þunglyndi ekki á einni nóttu.
  • Sýndu fordæmi. Hvettu vin eða ættingja til að lifa heilbrigðari lífstíl með því að gera það sjálf/ur. Reyndu að hafa jákvætt viðhorf, borða hollan mat, forðast áfengi og vímuefni, stundaðu hreyfingu og fáðu stuðning frá öðrum.
  • Hvettu til virkni. Bjóddu ástvini að gera skemmtilega hluti eins og að fara í bíó eða út að borða á þeirra uppáhalds stað. Að hreyfa sig hjálpar mikið, fáðu vin þinn eða ættingja sem þjáist af þunglyndi að koma hreyfingu inn í sitt líf. Að fara út að ganga saman er auðveldur valkostur. Þrýstu á með ást og umhyggju, ekki hætta að spyrja.
  • Taktu þátt þegar kostur er. Oft geta lítil verkefni verið erfið fyrir fólk með þunglyndi. Bjóddu fram aðstoð þína eins og við heimilisstörf, en aðeins ef þú getur, hefur orku og tíma