Saga Bjargarinnar

Björgin hóf starfsemi sína í húsnæði Sjálfsbjargar að Fitjabraut 6c þann 4. febrúar 2005. Starfsemin hófst sem samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum. Starfsemin hefur einnig notið víðtæks samfélagslegs stuðnings frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum, en sá stuðningur er afar mikilvægur.

Aukin styrkur og útbreikkun þjónustunnar

Í byrjun árs 2008 samþykkti Félags- og Tryggingamálaráðuneytið, öll sveitafélögin á  Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að koma að rekstri Bjargarinnar. Með tilstuðlan þess stuðnings voru ráðnir tveir starfsmenn í Björgina í tvö 100% stöðugildi. Starfsmenn Bjargarinnar í dag eru fjórir í alls 3,5 stöðugildum. Björgin hefur á þessum árum sem liðin eru frá opnun vaxið hratt og er upprunalegt húsnæði sprungið utan af starfseminni. Aukin stuðningur við Björgina hefur orðið til þess að starfsemin er nú frá og með maí 2008 komin í stærra og betra húsnæði á Suðurgötu 12 og 15. Um er að ræða tvö húsnæði sem standa til móts við hvort annað. Í kjölfar flutninga verður nú mögulegt að þjónusta með enn betri hætti þann breiða hóp sem nýtir sér þjónustu af einhverju tagi í Björginni.