Dagskráin í maí. Minni á húsfundinn á morgun kl. 11.00. ...

View on Facebook

Kæru félagar. Á morgun er húsfundur kl. 11.00. Endilega mætið 🙂 ...

View on Facebook

Apríl dagskrá. Blár dagur á þriðjudaginn (dagur einhverfu) klæðumst einhverju bláu. Annars er Óskastund að koma með annað myndlistarnámskeið, með blaðagulli og leirgerðin verður hjá Jónínu í Sandgerði. Það þarf að skrá sig á þessi námskeið, einnig steypugerðina sem Jonni sér um. ...

View on Facebook

Á föstudaginn, 29. mars kl. 11.00 verður minningarathöfn í Hvammi þar sem þeir sem vilja minnast Justynu okkar geta komið saman. Þetta verða bara félagar í Björginni sem koma saman, enginn prestur. ...

View on Facebook

Kæru félagar. Það er lokað hjá okkur á morgun, föstudaginn 22. mars. Það verður kveðjustund í Bænahúsinu í Fossvogi kl 11.00 á morgun þar sem okkur gefst tækifæri á að kveðja Justynu okkar sem lést 16. mars síðastliðinn. Hvetjum þá sem vilja til að koma og sameina í bíla. Kær kveðja, starfsfólk. ...

View on Facebook
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is