Föstudaginn 15. febrúar verður lokað í Björginni allan daginn. Áður kom fram að við myndum opna kl. 13.00 en ákveðið var að lokað yrði þennan dag. ...

View on Facebook

Enn erum við að uppfæra febrúar dagskránna. Við verðum með lokað allan föstudaginn 15. febrúar.
Við minnum á húsfundinn á morgun.
Fáum Ragnar Jón Ragnarsson til okkar með fyrirlestur 21. febrúar. Hvetjum fólk til þess að mæta.
...

View on Facebook

Febrúar dagskrá. Á mánudaginn verður myndlistarnámskeið sem þarf að skrá sig á, svo verður leirnámskeið 11.febrúar sem þarf líka að skrá sig á.
Minni ykkur á húsfundinn næsta fimmtudag.
Fáum vonandi fljótlega eftir helgi á hreint hvenær við förum í bíóferðina.
...

View on Facebook

Dagskráin í janúar. Ekki mikið um að vera í janúar en febrúar verður skárri. Það er húsfundur á morgun, endilega mætið sem flest. ...

View on Facebook

1 month ago

Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
View on Facebook
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is