Dagskráin í janúar. Ekki mikið um að vera í janúar en febrúar verður skárri. Það er húsfundur á morgun, endilega mætið sem flest. ...

View on Facebook

2 weeks ago

Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
View on Facebook

1 month ago

Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
View on Facebook

Góðan dag. Jólabingóinu er frestað til miðvikudags, kl. 13.00 upp í Hvammi. Vonumst til að sjá sem flesta 🙂 ...

View on Facebook
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is