Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja opnar á ný mánudaginn 25. maí 2020

LOKSINS LOKSINS LOKSINS

Björgin-Geðræktarmiðstöð Suðurnesja opnar án takmarkana mánudaginn 25.maí.

Opnunartími er mánudaga til fimmtudaga frá kl.8.30-15.30 og á föstudögum frá kl.8.30-13.00.

Farið verður eftir fyrirmælum um fjarlægð milli einstaklinga eftir bestu getu, persónulegt hreinlæti, þrif á búnaði og húsnæði. Einnota hanskar og handspritt verða til staðar.

Við viljum brýna fyrir notendum að þeir koma í Björgina á eigin ábyrgð og á það sérstaklega við um notendur sem eru í áhættuhópi. Ef notendur eru með einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, niðurgang ofl. þá haldið ykkur heima og vinsamlegast látið okkur vita. Ef notandi mætir með einhver ofangreind einkenni þá verður viðkomandi beðinn um að fara heim. Notendur í sóttkví eða einangrun eða þeir sem eru að bíða eftir niðurstöðu sýnatöku eru vinsamlegast beðnir að halda sig heima fyrir.

Þrátt fyrir fulla opnun á nýjan leik og rýmri fjölda sem má koma saman megum við ekki sofna á verðinum og þurfum að gæta ýtrustu varkárni.

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Kær kveðja, starfsmenn Bjargarinnar

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is