Tímabundin lokun Bjargarinnar

Kæru notendur Bjargarinnar og aðstandendur

Til þess að bregðast við COVID-19 faraldrinum hefur verið tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi á þeirri þjónustu sem Björgin veitir tímabundið frá og með morgundeginum 16.mars. Stór hluti notenda Bjargarinnar eru í áhættuhópi ásamt hluta starfsfólks og er tímabundin lokun Bjargarinnar metið það besta í stöðunni. Starfsmenn munu áfram mæta til vinnu, svara síma og aðstoða fólk eftir bestu getu símleiðis og í gegnum tölvur. Við hvetjum ykkur til að hringja í okkur eða senda okkur tölvupóst ef þið eruð með spurningar. Við munum hringja í þá einstaklinga sem eru að sækja lyf hjá okkur og gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við þá. Mikilvægt er að einstaklingar haldi ró sinni, sinni reglubundnum handþvotti og sprittun, haldi að minnsta kosti 2ja metra fjarlægð frá fólki og fari ekki út á meðal fólks nema nauðsyn krefji. Sett hefur verið á samkomubann sem er í gildi til 13.apríl nk. Það er mikilvægt að við gerum það sem við getum til að takmarka smithættu og hugum vel að okkur sjálfum og okkar nánustu.

Kveðja starfsfólk Bjargarinnar

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is