Kæru félagar. Við minnum ykkur á bleika daginn á morgun. Við ætlum öll að mæta í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt 🙂 🏵🌸🏵 ...

View on Facebook

Opið hús 10. október, á þriðjudaginn - Þið megið endilega deila þessari færslu fyrir okkur 🙂 Vinsamlegast segið fjölskyldunni og vinum ykkar frá. Hlökkum til að sjá sem flesta 🙂 ...

View on Facebook

Dagskrá mánaðarins ...

View on Facebook

Nú er aftur komið að tiltekt inn í iðju. Vinsamlegast sækið ykkar eigur eða setjið í merktan kassa fyrir 5.október. ...

View on Facebook

Góðan dag allir saman! Hér kemur september dagskráin okkar. ...

View on Facebook
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is