• Forsíða
 • Starfsmenn
 • Þjónusta
 • Hugur og heilsa
 • Umsóknir
 •  

  Björgin

  June 8th, 2010

   

  DAGSKRÁ -> Janúar

   

  Hugur og heilsa – næsta námskeið verður á vorönn 2017.

  Námskeiðið Hugur og heilsa fer af stað á vorönn 2017. Hægt er að sækja um með því að senda tölvupóst á netfangið sunna.b.hafsteinsdottir@reykjanesbaer.is eða hafa samband í síma 420-3270. Námskeiðið varir í 5 vikur þar sem kennt er fjóra daga vikunnar mándaga til fimmtudaga frá kl.13:00-15:00. Sjá nánar um námskeiðið undir Hugur og heilsa. Kennslan er í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

  Námskeiðið kostar 4000kr.

   

  Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

  Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

  Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270.

   

  Björgin er opin frá 09:30 til 15:30 alla virka daga.

   

  Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

   

   Saga Bjargarinnar

  Björgin hóf starfsemi sína í húsnæði Sjálfsbjargar að Fitjabraut 6c þann 4. febrúar 2005. Starfsemin hófst sem samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum. Starfsemin hefur einnig notið víðtæks samfélagslegs stuðnings frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum, en sá stuðningur er afar mikilvægur.

   

  Aukin styrkur og útbreikkun þjónustunnar

  Í byrjun árs 2008 samþykkti Félags- og Tryggingamálaráðuneytið, öll sveitafélögin á  Suðurnesjum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að koma að rekstri Bjargarinnar. Með tilstuðlan þess stuðnings voru ráðnir tveir starfsmenn í Björgina í tvö 100% stöðugildi. Starfsmenn Bjargarinnar í dag eru fjórir í alls 3,5 stöðugildum. Björgin hefur á þessum árum sem liðin eru frá opnun vaxið hratt og er upprunalegt húsnæði sprungið utan af starfseminni. Aukin stuðningur við Björgina hefur orðið til þess að starfsemin er nú frá og með maí 2008 komin í stærra og betra húsnæði á Suðurgötu 12 og 15. Um er að ræða tvö húsnæði sem standa til móts við hvort annað. Í kjölfar flutninga verður nú mögulegt að þjónusta með enn betri hætti þann breiða hóp sem nýtir sér þjónustu af einhverju tagi í Björginni.

   

  Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja.  Suðurgötu 12 og 15.

  Sími: 420-3270.  

  Netföng:

   diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is 

   sunna.b.hafsteinsdottir@reykjanesbaer.is

   sigrun.sumarlidadottir@reykjanesbaer.is

   

  Björgin er líka á facebook undir nafninu Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja