Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda.

Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is

TÍMABUNDIN LOKUN

Kæru notendur Bjargarinnar og aðstandendur,
Til þess að bregðast við hertum sóttvarnaraðgerðum hefur verið tekin ákvörðun um að Björgin loki tímabundið frá og með mánudeginum 17. janúar.
Starfsmenn munu áfram mæta til vinnu, svara síma og aðstoða fólk eftir bestu getu símleiðis og í gegnum tölvur. Við hvetjum ykkur til að hringja í okkur eða senda okkur tölvupóst ef þið eruð með spurningar.
Það er mikilvægt að við gerum það sem við getum til að takmarka smithættu og hugum vel að okkur sjálfum og okkar nánustu.