BJÖRGIN OPNAR Á NÝ MEÐ TAKMÖRKUNUM
Kæru félagar
Björgin opnar á nýjan leik eftir lokun síðan 2.nóvember sl. og verður eftirfarandi. Í ljósi tilslakana á fjöldatakmörkunum úr tíu í tuttugu manns getum við opnað Björgina á nýjan leik en þó með takmörkunum einsog sakir standa.
Opnunartími Bjargarinnar verður skertur og tvískiptur, annars vegar fyrir hádegi frá kl.8.30-11.30 og hinsvegar eftir hádegi frá kl.12.30-15.30.
Endurhæfingarhóp er skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum
Athvarfinu er skipt í fjóra hópa og mætir hver hópur einn dag í viku annað hvort fyrir eða eftir hádegi.
Notendur Bjargarinnar fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 virka daga milli kl. 8.00 og 16.00.
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst:
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Við minnum á gönguferðir frá Björginni virka daga kl.11.00 og hvetjum við fólk til að mæta. Fer þó eftir veðri og vindum.
Ef þið hafið ekki fengið símtal frá okkur varðandi mætingu í athvarf og þið viljið koma þá endilega hafið samband við okkur símleiðis og við finnum í sameiningu dag og tíma.
OPNUNARTÍMI BJARGARINNAR YFIR HÁTÍÐARNAR
Kæru félagar
LOKUN BJARGARINNAR TIL OG MEÐ 12. JANÚAR 2021
SAMKOMUBANNI FRAMLENGT UM VIKU
ÁFRAMHALDANDI LOKUN BJARGARINNAR
Kæru félagar
Áfram verður lokað í Björginni vegna sóttvarnaraðgerða til og með 1. desember næstkomandi.
Notendur Bjargarinnar fá þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 alla virka daga milli kl. 8.00 og 16.00.
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst:
Díana diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Karítas karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Fjarfyrirlestrar verða áfram í boði fyrir alla á fimmtudögum kl.13.00. Ef þið viljið nýta ykkur það endilega hafið samband og gefið okkur upp netföngin ykkar ef þið eruð ekki búin að því.
Við minnum á gönguferðir frá Björginni alla virka daga kl.11.00 og hvetjum fólk til að mæta. Ef fleiri en 10 manns eru í göngunni þá er skipt upp í hópa.
Gullkorn dagsins: Það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan felst í leiðinni sjálfri. (Budda)
Kær kveðja, starfsfólk
FYRIRLESTUR OG DAGLEGAR GÖNGUFERÐIR
Kæru félagar
Við viljum vekja athygli á bæði fyrirlestri og gönguferðum sem eru í boði á meðan á lokun stendur.
Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Steinunn námsráðgjafi hjá MSS fjallar um sjálfstyrkingu.
Til þess að geta tekið þátt eða horft á fyrirlesturinn þurfum við að fá tölvupóstfangið ykkar til að senda boð á fyrirlesturinn.
Gönguferðir eru í boði alla virka daga kl. 11.00 ef veður leyfir. Mæting er fyrir utan Björgina og tekin ganga með Magneu. Ef fleiri en 10 manns eru í göngunni er hópnum skipt upp í hópa sem innihalda 10 eða færri.
Við hvetjum ykkur að nýta ykkur bæði fyrirlesturinn og gönguferðirnar.
Gullkorn dagsins: Mitt í öllum erfiðleikum liggja tækifæri. (Albert Einstein)
Kær kveðja, starfsfólk
TÍMABUNDIN LOKUN BJARGARINNAR
Kæru félagar
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða þá verður Björgin lokuð til og með 17. nóvember nk. Notendur Bjargarinnar munu fá þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 alla virka daga milli 8.00 og 16.00.
Kær kveðja,
Starfsfólk Bjargarinnar
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.
Markmið Bjargarinnar eru:
- Að rjúfa félagslega einangrun
- Að efla sjálfstæði einstaklinga
- Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
- Að draga úr stofnanainnlögnum
- Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
- Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað
Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.
Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is