GRÍMUSKYLDA

Frá og með mánudeginum 8. nóvember verður grímuskylda í Björginni. Ef gríma gleymist þarf að verða sér út um slíka því ekki verður hægt að bjóða upp á þær hér 😷

———————————————————————–

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda.

Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is