Námskeiðið Hugur og heilsa er starfs- og námsendurhæfing Bjargarinnar. Um er að ræða 5 vikna námskeið þar sem sérstaklega er lögð áhersla á fræðslu sem nýtist til sjálfseflingar þátttakenda.
Námskeiðið hefst 6. mars 2017. Kennt verður mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 13:00 – 15:00. Skráning fer fram hjá Írenu eða á heimasíðu Bjargarinnar á www.bjorgin.is
...

View on Facebook

Öskudagsbingó! Á öskudag ætlum við að mæta í búningum eða klæða okkur upp á skemmtilegan og öðruvísi hátt og svo verður bingó kl. 13.00. Þeir sem eru klæddir í tilefni dagsins fá frítt bingóspjald. Vinningar í bingó og vinningar fyrir besta búninginn. ...

View on Facebook

Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja uppfærði opnumynd sína. ...

View on Facebook

Kæru félagar í Björginni

Í febrúar ætlum við að opna kl. 8.30 í stað 9.30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Við ætlum að prófa þennan opnunartíma og sjáum svo til hvernig verður 🙂
Á morgun ætlum við svo að horfa á einhverja skemmtilega bíómynd saman kl. 13.00.
Sjáumst á morgun 😉
...

View on Facebook

Það er húsfundur kl. 13.00 á eftir! ...

View on Facebook

*Námskeiðið Hugur og Heilsa byrjar 6. mars n.k. Sjá nánar hér að ofan*

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á irena.gudlaugsdottir@reykjanesbaer.is