2. júlí 2020 - KÆRU FÉLAGAR ATHUGIÐ

KÆRU FÉLAGAR
Upp hefur komið staðfest smit hjá notanda í Björginni. Eftir ítarlegt samráð og leiðbeiningar frá smitrakningarteyminu þá hefur verið haft samband við þá notendur og starfsmenn sem þurfa að fara í sóttkví og þeir látnir vita. Björgin er lokuð núna vegna sótthreinsunar en opnar aftur mánudaginn 6.júlí. Opnunartími verður skertur frá 6.júlí til 13.júlí og verður opið frá kl.10.00-14.00. Viljum við ítreka mikilvægi handþvottar og að viðhalda 2ja metra reglunni eftir fremsta megni. Einnota hanskar eru til staðar ásamt handspritti. Mikilvægt er að halda sig heima ef einhver flensueinkenni eru til staðar einsog hiti, hósti, bein-og vöðvaverkir og þreyta.
Kær kveðja
Starfsfólk Bjargarinnar
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Það eru allir velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is