Björgin kann ekki að henta hverjum sem er. Ýmis önnur úrræði eru í boði á Suðurnesjunum.
Pétur Hauksson geðlæknir
Kemur flesta fimmtudaga til Reykjanesbæjar og er með aðstöðu í húsnæði Bjargarinnar. Hægt er að hafa samband við Pétur í síma 562-7272 eða í gegnum netfangið petur.hauksson@simnet.is.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Hlutverk heilsugæslunnar í geðheilbrigðismálum er að vera almennt fyrsti viðkomustaður vegna geðraskana og sinna meðferð og eftirfylgni. Ef þú átt við sálræna vanlíðan að etja, er fyrsta skrefið að hafa samband við heilsugæsluna sími: 422-0500 og panta viðtal hjá heilsugæslulækni eða símatíma í hjúkrunarmóttöku.
Sálfræðistofa Suðurnesja
Sálfræðistofa Suðurnesja býður upp á á meðferð og greiningu barna og fullorðinna. Ýmsar tegundir meðferða eru í boði, m.a. hugræn atferlismeðferð, núvitund, EMDR og samkenndarnálgun, allt eftir því hvað hentar fólki og þeim vanda sem vinna á með. Engum er synjað um þjónustu en það getur verið mislöng bið eftir sálfræðingum. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á salsud@salsud.is eða í gegnum heimasíðu þeirra.
Félagsleg ráðgjöf sveitarfélaga
Markmið félagslegar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, þar með talinna forsjár- og umgengnismála, ættleiðingarmála o.fl. Á Suðurnesjum er félagsþjónusta hjá Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Grindavíkurbæ.
Frú Ragnheiður á Suðurnesjum
Verkefnið er skaðaminnkun sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar vímuefna án þess að draga þó úr notkuninni sjálfri. Þá er helsta markmiðið að þjónusta fólk sem notar vímuefni í æð. Frú Ragnheiður á Suðurnesjum keyrir á mánudögum og fimmtudögum, og reynir alltaf að vera með einhverja næringu, hlýjan fatnað, teppi, svefnpoka og hreinan búnað, en einnig er fargað notuðum búnaði. Hægt er að hafa samband í síma 783-4747, á Facebook síðu þeirra eða á netfangið fruragnheidur.sudurnes@redcross.is.