COVID - 19

Kæru félagar

Undanfarnar tvær vikur hafa þátttakendur í endurhæfingu í Björginni – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja verið í fjarendurhæfingu til þess að geta virt fjöldatakmarkanir sem stjórnvöld hafa sett. Við viljum sjá til þess að allir notendur Bjargarinnar geti mætt að einhverju leyti og höfum við ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á meðan núgildandi aðgerðir stjórnvalda eru í gildi.

Frá og með mánudeginum 26. október verður breytt fyrirkomulag:

  • Þeir sem sækja athvarfið í Björginni geta mætt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
  • Þeir sem eru þátttakendur í endurhæfingu í Björginni geta mætt á þriðjudögum og fimmtudögum.
  • Það er áfram grímuskylda í Björginni þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna.

Opnunartími verður áfram sá sami: Við opnum kl. 8.30 alla daga og lokum alla daga 15.30 nema á föstudögum lokum við 13.00.

Við viljum brýna fyrir notendum að gæta að eigin sóttvörnum meðal annars með handþvotti og notkun sótthreinsispritts.

Ef notendur eru með einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, niðurgang ofl. þá haldið ykkur heima og vinsamlegast látið okkur vita. Ef notandi mætir með einhver ofangreind einkenni þá verður viðkomandi beðinn um að fara heim.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kær kveðja, starfsfólk Bjargarinnar

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is

Facebook færslur

["error","The access token could not be decrypted"]
4 weeks ago

Kæru félagar

Hér er dagskrá október mánaðar 😄

Við hvetjum félaga til að taka þátt í sem flestu á dagskránni 😉

1 month ago
Photos from Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja's post

Sælir kæru félagar í Björginni
Nú höfum við ákveðið að nýta okkur húsnæðið í Hvammi aðeins betur og mun hluti af dagskránni eiga sér stað þar. Því koma tvær dagskrár ... See more

3 months ago

Ágúst dagskráin er komin 😉

3 months ago

Kæru félagar
Vegna aukningar á covid-19 smitum taka í gildi hertari aðgerðir frá og með hádegi í dag, 31.júlí. Nú gilda þær reglur að ekki megi fleiri en 100 manns koma saman og er ... See more

« 2 of 5 »