COVID - 19

Vegna aukningar á covid-19 smitum taka í gildi hertari aðgerðir frá og með hádegi 31.júlí. Nú gilda þær reglur að ekki megi fleiri en 100 manns koma saman og er skylda að halda 2 metra reglunni. Sé ekki hægt að framfylgja þeirri reglu skal fólk notast við andlitsgrímur sem hylja munn og nef.

Húsnæði Bjargarinnar getur því miður ekki boðið uppá almenna opnun og tryggt um leið 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga. Því verður skylda að þeir sem munu sækja Björgina þurfa að bera grímur á meðan þeir eru í húsi. Hægt er að kaupa hjá okkur grímur, tvær saman á 400 kr. og einnota hanskar standa öllum til boða.

Með þessu móti getur Björgin haldið opnunartíma sínum óbreyttum og ekki þarf að takmarka aðgengi einstaklinga að þjónustu sem í boði er hér.

Við viljum brýna fyrir notendum mikilvægi handþvottar og sótthreinsispritts.

Ef notendur eru með einkenni eins og kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, niðurgang ofl. þá haldið ykkur heima og vinsamlegast látið okkur vita. Ef notandi mætir með einhver ofangreind einkenni þá verður viðkomandi beðinn um að fara heim.

Við vitum að þetta getur verið óþæginlegt en hér þurfum við að gæta ýtrustu varkárni og vonandi líður þetta fljótt hjá.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Kær kveðja, starfsfólk Bjargarinnar

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.

Markmið Bjargarinnar eru:

  • Að rjúfa félagslega einangrun
  • Að efla sjálfstæði einstaklinga
  • Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
  • Að draga úr stofnanainnlögnum
  • Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað

Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.

Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is

Facebook færslur

1 month ago

Kæru félagar. Það er húsfundur á morgun kl. 11.00.
Minnum á breyttan opnunartíma í þessari viku, erum með opið frá 10.00 - 14.00 út þessa viku. Kv. Starfsfólk Bjargarinnar.

1 month ago

Kæru félagar
Upp hefur komið staðfest smit hjá notanda í Björginni. Eftir ítarlegt samráð og leiðbeiningar frá smitrakningarteyminu þá hefur verið haft samband við þá notendur og ... See more

1 month ago

KÆRU FÉLAGAR
Fjölskyldumeðlimur einstaklings í Björginni hefur greinst með Covid-19. Notandi Bjargarinnar bíður niðurstaðna úr sínu prófi. Um leið og þær koma látum við ykkur vita ... See more

1 month ago

Kæru félagar.
Hér er dagskráin komin fyrir júlímánuð 😃
Eigið gleðilegt og sólríkt sumar ☀️

« 2 of 4 »