
Athvarf og endurhæfing fyrir fólk með geðheilsuvanda

Aðstaða Bjargarinnar
Suðurgata 12 og 15, Reykjanesbæ
Björgin heldur út starfsemi sína í tveimur húsnæðum. Í aðalhúsi Bjargarinnar að Suðurgötu 12 eru skrifstofur ráðgjafa og aðstaða sem einstaklingar geta nýtt sér. Þar er iðja þar sem hver og einn getur fundið eitthvað sér við hæfi.
Einnig er aðstaða í Hvammi að Suðurgötu 15. Þar er fyrirlestrarsalur sem nýttur er fyrir hin ýmsu tilefni, eins og hópastarf og fræðslu. Margir liðir í dagskrá Bjargarinnar fara fram í Hvammi þar sem aðstaðan hentar fyrir ýmislegt.
Þjónusta Bjargarinnar
Björgin býður upp á margskonar þjónustu og er öllum velkomið að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Ekki þarf tilvísun til þess að sækja þjónustu í Björginni. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá starfsfólki.

Endurhæfing
Miðar að því að gefa einstaklingum tækifæri til að efla færni sína á ýmsum sviðum. Boðið er upp á fræðslu, hópastarf og ráðgjöf.

Athvarf
Er fyrir þá einstaklinga sem óska þess að vera í Björginni án þess að taka markvisst þátt í Björginni. Helsta markmið athvarfsins er að rjúfa félagslega einangrun.

Eftirfylgni
Einstaklingar sem klára þjónustu í Björginni og leita á önnur mið er veitt eftirfylgni. Eftirfylgnin fer eftir þörfum hvers og eins.
Dagskrá
Í hverjum mánuði er sett fram mánaðardagskrá þar sem hver og einn getur fundið eitthvað sér við hæfi. Ýmislegt skemmtilegt er í boði, eins og hreyfing, föndur og samverustundir.
Ekki er skylda að taka þátt í dagskrá. Einnig er hægt að spila pool, pílu, föndra í iðjunni eða fá sér kaffisopa og spjalla.