Geðsvið Landspítala

Geðsvið veitir almenna og sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.

Nokkur sérhæfð teymi og deildir starfa á geðsviði og eru þau staðsett á:

 • Hringbraut, 101 Reykjavík.
  •  Deildir:
   • Afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni er sérhæfð fíknigeðdeild í húsi geðþjónustu Landspítala á Hringbraut, 33D. Deildin sinnir ólögráða ungmennum sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Þar starfar þverfaglegt meðferðarteymi með fagþekkingu frá fíknigeðdeild, barna- og unglingageðdeild og barnavernd.
   • Bráðageðdeild er geðgjörgæsludeild með 10 rúm. Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna.  Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma.  Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að veikindum og heilbrigði.
   • Bráðamóttaka geðdeildar er á fyrstu hæð í geðdeildabyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða.Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma. Opið er frá 12:00 til 19:00 virka daga og frá 13:00 til 17:00 um helgar og alla helgidaga. Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar í Fossvogi. Sími bráðamóttöku geðdeilda er 543-4050 þegar er opið.
   • Dag- og göngudeild geðsviðs fá sjúklinga með alvarlegar geðraskanir þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.
   • Fíknigeðdeild. Lögð er áhersla á þjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegan fíkni- og geðvanda (tvígreiningu).  Breiður hópur fagfólks vinnur saman að því að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda báðum sjúkdómum. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings.
   • Göngudeild fíknimeðferðar tekur við tilvísunum frá bráðamóttöku geðdeildar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Göngudeildin er annars vegar greiningarstöð og hins vegar meðferðardeild. Eftir greiningarferli er gerð meðferðaráætlun í samvinnu við sjúklinginn sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins.
   • Iðjuþjálfun geðendurhæfing er bráðaþjónusta. Áhersla lögð á mat, greiningu og tengingu út í samfélagið. Einstaklings- og hópmeðferð, ráðgjöf og eftirfylgni.
   • Móttökugeðdeild. Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna.  Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma. 
  • Teymi:
   • Þunglyndis- og kvíðateymi samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni Þunglyndis- og kvíðateymis er að sinna einstaklingum með alvarlegt þunglyndi og kvíðaraskanir. Sími er 543-4050. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga.
   • ADHD teymi samanstendur af hópi lækna og sálfræðinga, auk ritara. Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni ADHD teymis er að sinna greiningum og meðferð fullorðinna frá 18 ára aldri.
    Sími er 543-4050. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga. Símatími ritara er alla virka daga frá 13:00 til 14:00 í síma 543-4088.
 • Hvítabandið Skólavörðustíg 37
  • Deildir:
   • Dag- og göngudeild geðsviðs þar sem sjúklingar með alvarlegar geðraskanir fá þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.
  • Teymi:
   • DAM teymi samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, læknaritara og jógakennara/listamanni. Meginverkefni teymisins er að sinna einstaklingum með persónuleikaraskanir, tilfinningalegan óstöðugleika og langvarandi kvíða og þunglyndi. Móttaka er á 2. hæð og sími er 543-4600.
 • Reynimelur 55, 107 Reykjavík
  • Deildir:
   • Dag- og göngudeild geðsviðs þar sem sjúklingar með alvarlegar geðraskanir fá þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.
  • Teymi:
   • Samfélagsgeðteymi sinnir einstaklingum sem þarfnast fjölfaglegrar þjónustu í samfélaginu. Teymið er fjölfaglegt. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins. Sími er 543-4643. Þjónustutími er frá 8:30 til 16:00 virka daga.
 • Kleppspítalalóð
  • Deildir:
   • Dag- og göngudeild geðsviðs þar sem sjúklingar með alvarlegar geðraskanir fá þjónustu. Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð. Er staðsett við Kleppsgarða.
   • Geðendurhæfing sinnir fólki með kvíða- og lyndisraskanir með áherslu á geðendurhæfingu. Lögð er áhersla á heildræna batamiðaða þjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata. 7 daga deild er opin allan sólarhringinn (sími: 543-4213), 5 daga deild er opin allan sólarhringinn á virkum dögum (sími: 543-4211) og dagdeildin er opin virka daga frá 8:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 8:00 til 15:00 á föstudögum (sími: 824-8700).
   • Iðjuþjálfun. Áhersla er lögð á endurhæfingu og tengingu út í samfélagið. Einstaklings- og hópmeðferð, ráðgjöf og eftirfylgni. 
   • Réttargeðdeild er sérhæfð geðdeild sem hefur það hlutverk að meðhöndla ósakhæfa geðsjúka einstaklinga og endurhæfa þá aftur út í samfélagið. Símanúmer hjá vakthafandi hjúkrunarfræðing er 543-4670.
   • Sérhæfð endurhæfingargeðdeild er lokuð geðdeild sem sinnir endurhæfingu einstaklinga með geðrofssjúkdóma og í sumum tilfellum einnig fíknivanda (tvígreiningu). Símanúmer hjá vakt er 543-4212.
   • Öryggis- og réttargeðþjónusta er byggð á samvinnu öryggisgeðdeildar, réttargeðdeildar og göngudeildar. Opið er alla virka daga, allan sólarhringinn. Símanúmer er
  • Teymi:
   • Átröskun fullorðinna samanstendur af sálfræðingum, lækni, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa/fjölskylduþerapista, næringarfræðingi og ráðgjöfum. Meðferð hjá átröskunarteymi LSH skiptist í dag- og göngudeild. Er staðsett á göngudeild Kleppi. Þjónustutími er frá 8:30 til 16:00 virka daga. Sími er 543-4200.
   • Geðhvarfateymi mun til að byrja með einbeita sér að þjónustu við nýgreinda einstaklinga með geðhvörf af týpu I og þá sérstaklega þá einstaklinga sem hafa legið á bráðageðdeild. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga. Sími er 543-4200.
   • Geðrofsteymi samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfa og læknaritara sem sinnir meðferð og stuðningi við einstaklinga með geðrofssjúkdóma með það að markmiði að bæta lífsgæði þeirra. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00. Sími er 543-4200.
   • Réttar- og öryggisteymi samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og læknaritara sem sinnir langtíma heildrænni meðferð og eftirfylgd einstaklinga með meðferðardóm með það að markmiði að veita þeim stuðning við að bæta lífsgæði sín og viðhalda bata. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00. Sími er 543-4200.
   • Foreldra meðganga barn – FMB teymið er fyrir foreldra sem eiga von á barni, eða eru með barn á fyrsta ári sem eru með alvarlegan geðrænan vanda og/eða áhyggjur af tengslamyndun við barnið. Þjónustutími er frá 8:30 til 16:00 virka daga. Sími er 543-4050.
   • Átröskunarteymi BUGL er sérhæft teymi göngudeildar sem hefur fyrstu aðkomu að málum þar sem líklegt er að um átröskun sé að ræða hjá barni eða unglingi. Þjónustutími er frá 08:00 til 16:00 alla virka daga. 
 • Dalbraut 12, 105 Reykjavík
  • Barna- og unglingageðdeild (BUGL) veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu. Þjónustutími er allan sólarhringinn alla daga á legudeild og frá 8:00 til 16:00 á göngudeild. Símar eru 543-4300, 543-4320 og 543-4338.
   • Deildir:
    • Göngudeild veitir þjónustu vegna geð- og þroskaraskana við börn og unglinga að 18 ára aldri.
    • Iðjuþjálfun starfar í tengslum við göngudeild (almenn teymi og átröskunarteymi) og legudeild. Starfsemi í iðjuþjálfun er frá 8:00 til 16:00 alla virka daga.
     Símanúmer skiptiborðs er 543-4300.
    • Legudeild dvelja börn vegna geð- og þroskaraskana, sem leggjast inn af biðlista eða vegna bráðatilfella. Opið er allan sólarhringinn alla daga. Sími er 543-4320 og 543-4338.
   • Teymi:
    • Bráðateymi er fyrir börn og unglinga með bráðan geðrænan vanda. Þjónustutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga. Sími er 543-4300.
    • Göngudeildarteymi A og B eru skjólstæðingum sem hafa fjölþættan og flókinn vanda sem þarfnast þverfaglegrar nálgunar og aðkomu margra fagaðila. Þjónustutími er alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Sími er 543-4300.
    • Taugateymi sér um greiningu, meðferð og eftirfylgni barna með heila-, tauga-, vöðvasjúkdóma og þroskaraskanir sem vísað er til Barnaspítala Hringsins. Þjónustutími er alla daga frá 08:00 til 16:00.