SKRÁNING
- Allir sem nýta sér aðstöðu og þjónustu Bjargarinnar skulu fylla út þar til gerð skráningareyðublöð með starfsmanni.
- Allir skulu skrá nafn sitt í gestabók við komu í Björgina.
ÁBYRGÐ
- Hver og einn ber ábyrgð á sinni framkomu.
- Í Björginni ríkir trúnaður. Ekki skal ræða málefni annarra utan Bjargarinnar.
OPNUNARTÍMI
- Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8.15 – 15.30.
- Föstudaga frá kl. 8.15 – 12.00.
- Klukkan 15:15 skal hefja frágang, allir ganga frá eftir sig.
- Klukkan 15:30 er Björginni lokað.
MÁNAÐARGJALD
- Notendur sem nýta sér aðstöðu og sækja þjónustu í Björginni greiða 2.000 kr. mánaðargjald.
- Gjaldið þarf að vera greitt ef taka á þátt í viðburðum í Björginni.
SÍMANOTKUN Í BJÖRGINNI OG TÓNLIST
- Sími Bjargarinnar er ekki ætlaður til einkanota nema í neyðartilvikum.
- Hringingar á einkasímum skulu vera lágar og fara skal afsíðis til að tala.
- Ekki er heimilt að spila tónlist og myndbönd á símum, nema nota heyrnatól.
- Ef verið er að hlusta á tónlist í tölvunni, þá skal nota heyrnatól nema það henti öllum í kring.
HREINLÆTI
- Hreinlæti eykur vellíðan, gerð er krafa um persónulegt hreinlæti.
MYNDATÖKUR
- Ekki er leyfilegt að mynda eða birta myndir af öðrum félögum á samfélagsmiðlum án þeirra leyfis.
UMGENGNI
- Hver og einn gengur frá eftir sig.
- Ekki er tekin ábyrgð á persónulegum munum. Óskilamunum er hent reglulega.
- Eigur Bjargarinnar eru ekki til útláns.
- Ekki er leyfilegt að geyma persónuleg gögn í tölvum.
- Ekki er leyfilegt að reykja upp við húsið.
- Notkun rafretta er óheimil innandyra.
- Ekki er leyfilegt að koma með dýr inn í Björgina eða á lóð Bjargarinnar.
BÖRN
- Almennt er Björgin ekki viðeigandi staður fyrir börn. Heimsóknir barna skulu vera í samráði við starfsmenn.
NEYSLA ÁFENGIS OG VÍMUEFNA
- Ekki er leyfilegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna.
- Ef vart verður við slíkt skal láta starfsmann vita.
PERSÓNULEGAR SKOÐANIR
- Skoðanir á trúmálum og stjórnmálum skal hver og einn hafa fyrir sig.
ÞJÓFNAÐUR
- Ef upp kemst um þjófnað skal það í öllum tilvikum tilkynnt til lögreglu.
EINKALÍF STARFSMANNA
- Ekki er leyfilegt að hringja í einkasíma starfsmanna.
- Ekki er leyfilegt að bæta starfsmönnum við sem vinum á samfélagsmiðlum, eins og Facebook, Snapchat, Instagram o.þ.h.