Athvarf

Einstaklingar sem þess óska geta verið félagar í Björginni án þess að taka markvisst þátt í dagskrá. Í Björginni kallast sú leið Athvarf og er þar helsta markmiðið að rjúfa félagslega einangrun.

Félagsleg samvera er mikilvægasti þáttur Athvarfsins og í raun grunnur að frekari endurhæfingu. Samveran á sér bæði stað innan Bjargarinnar og  annarsstaðar úti í samfélaginu. Skipulagðar ferðir, samverustundir og húsfundir eru haldnir reglulega, auk ýmissa mismunandi viðburða. Í Björginni er lögð áhersla á að hver og einn skipti máli.

Til að koma í Athvarf í Björginni þurfa einstaklingar ekki tilvísun frá fagaðila og gefst þeim kostur á að koma í notarlegt og heimilislegt umhverfi þar sem þeir njóta samvista annarra félaga og starfsfólks. Félagar í Björginni greiða 2.000 kr. í þjónustugjald á mánuði.