Staðsetning

Björgin er staðsett á Suðurgötu 12 og 15 í 230 Reykjanesbæ.

Aðgangur er að tölvu með nettengingu, spilum, saumavél og öðrum hannyrðum, dagblöðum, bókum og tímaritum. Einnig geta félagar spilað pool og spil svo fátt eitt sé nefnt.

Þvottaaðstaða er á staðnum, sem virkir félagar í Björginni hafa aðgang að og geta nýtt sér eftir þörfum.

Í Björginni má finna allra handa iðju og er kappkostað við að finna öllum iðju við hæfi. Iðjan er hluti af endurhæfingu Bjargarinnar. Með iðju má samhæfa hug og hönd, þjálfa einbeitingu, fínhreyfingar og koma hugmyndum í framkvæmd. Dæmi um þá iðju sem Björgin býður upp á er myndlist, mósaík, skartgripagerð, gips, tréverk, kortagerð, skrapp, saumur og fleira. Einnig geta félagar Bjargarinnar tekið með sér verkefni að heiman til þess að vinna inn í iðju.

Um er að ræða tvö húsnæði sem standa til móts við hvort annað.

10658570_10152792932554411_2183244651429033192_o

Aðalstaðsetning Bjargarinnar er á Suðurgötu 12. Inngangurinn er að aftan.


cropped-cropped-hus2.png

Hér má sjá mynd af innganginum á Suðurgötu 12.


hus1

Í efra húsi, sem er á Suðurgötu 15 er svo salur og eldhús. Þar eru haldin námskeið og samkomur.