Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda.
Starfsfólk Bjargarinnar veitir félögum persónulega ráðgjöf og aðstoð við að finna leiðir til úrlausna í einkalífi sem og úti í samfélaginu. Félagar geta fengið aðstoð við að setja sér persónuleg markmið og stuðning við að fylgja þeim eftir. Í Björginni eru ráðgjafar við störf og aðgengi er að geðlækni. Aðstandendur og aðrir geta jafnframt fengið ráðgjöf. Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 og með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is. Ekki er þörf á tilvísun frá fagaðila eða greiningu til að leita aðstoðar hjá Björginni.
Einnig er boðið upp á markvissa eftirfylgd sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Sérstök áhersla er lögð á eftirfylgd við þá einstaklinga sem komnir eru á vinnumarkað eða í nám og hafa þörf fyrir áframhaldandi stuðning. Eftirfylgdin er í formi viðtala, símhringinga, hópastarfs, fræðsluerinda og annars einstaklingsbundins stuðnings.