LOKUN BJARGARINNAR 25. MARS TIL 15. APRÍL
Kæru félagar,
Vegna hertra sóttvarnaraðgerða þá verður Björginni lokað til og með 15. apríl. Notendur Bjargarinnar sem þess óska fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst:
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Við minnum á gönguferðir frá Björginni virka daga kl.11.00 og hvetjum við fólk til að mæta. Ef fleiri en 10 mæta verður gönguhópnum skipt niður.
Kær kveðja, starfsfólk
BJÖRGIN OPNAR Á NÝJAN LEIK ÁN HÓPASKIPTINGAR
Kæru félagar
BREYTINGAR Á OPNUN BJARGARINNAR
Kæru félagar
Ákveðið hefur verið að prófa nýja nálgun á opnun Bjargarinnar. Frá og með mánudeginum 15. febrúar verður opnun sem hér segir:
Opnunartími Bjargarinnar er mánudaga til fimmtudaga frá kl.8.30-15.30 og föstudaga frá kl.8.30-13.00.
Athvarf er opið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Engar hópaskiptingar verða, þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Aðeins geta tuttugu manns verið í húsi á sama tíma, sem er sá hámarksfjöldi sem má koma saman. Einstaklingar mega því búast við því að vera vísað frá ef hámarksfjölda hefur verið náð.
Endurhæfingarhópur er áfram skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum.
Notendur Bjargarinnar sem þess óska fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst:
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Við minnum á gönguferðir frá Björginni virka daga kl.11.00 og hvetjum við fólk til að mæta. Fer þó eftir veðri og vindum.
Kveðja, starfsfólk
BJÖRGIN OPNAR Á NÝ MEÐ TAKMÖRKUNUM
Kæru félagar
Björgin opnar á nýjan leik eftir lokun síðan 2.nóvember sl. og verður eftirfarandi. Í ljósi tilslakana á fjöldatakmörkunum úr tíu í tuttugu manns getum við opnað Björgina á nýjan leik en þó með takmörkunum einsog sakir standa.
Opnunartími Bjargarinnar verður skertur og tvískiptur, annars vegar fyrir hádegi frá kl.8.30-11.30 og hinsvegar eftir hádegi frá kl.12.30-15.30.
Endurhæfingarhóp er skipt í tvennt og mætir hann á þriðjudögum og fimmtudögum
Athvarfinu er skipt í fjóra hópa og mætir hver hópur einn dag í viku annað hvort fyrir eða eftir hádegi.
Notendur Bjargarinnar fá áfram þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað. Hægt er að ná í starfsmenn í síma 420-3270 virka daga milli kl. 8.00 og 16.00.
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst:
Díana - diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Elín - elin.arnbjornsdottir@reykjanesbaer.is
Helga - helga.r.atladottir@reykjanesbaer.is
Karítas - karitas.l.rafnkelsdottir@reykjanesbaer.is
Magnea - magnea.gretarsdottir@reykjanesbaer.is
Við minnum á gönguferðir frá Björginni virka daga kl.11.00 og hvetjum við fólk til að mæta. Fer þó eftir veðri og vindum.
Ef þið hafið ekki fengið símtal frá okkur varðandi mætingu í athvarf og þið viljið koma þá endilega hafið samband við okkur símleiðis og við finnum í sameiningu dag og tíma.
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að aðstoða einstaklinga til sjálfshjálpar.
Markmið Bjargarinnar eru:
- Að rjúfa félagslega einangrun
- Að efla sjálfstæði einstaklinga
- Að auka samfélagsþátttöku einstaklinga
- Að draga úr stofnanainnlögnum
- Að auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
- Að þjálfa einstaklinga í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa þá til náms eða út á vinnumarkað
Allir eru velkomnir að koma og fá ráðgjöf í Björginni. Starfsfólk veitir upplýsingar um frekari leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar. Björgina má sækja á eigin forsendum eða með tilvísun frá fagaðila.
Hægt er að panta ráðgjafarviðtal í síma 420-3270 eða með því að senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is